Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 6
50
HEIMILI OG SKÓLI
eldið takist sem bezt á hinum fyrstu
sex til sjö árum ævinnar, er nauðsyn-
legt, að börnunum bjóðist á þessu ævi-
skeiði holl og margberytileg viðfangs-
efni við þeirra hæfi.
Þingið beinir því til allra, er hér eiga
hlut að máli, að vinna sem ötullegast
að hinu aðkallandi viðfangsefni barna-
verndarmálanna.
í því sambandi bendir þingið á eft-
irfarandi verkefni:
a) Vöggustofum, dagheimilum og
leikskólum sé komið upp svo mörgum,
sem þurfa þykir í bæjum og þorpum.
b) Hæfir menn séu ráðnir til að
koma á skipulagðri leiðbeiningastarf-
semi meðal foreldra um uppeldi
barna.
Sé þannig komið í veg fyrir ýmis
mistök, er ella geta haft slæmar afleið-
ingar.
c) Leikvöllum sé fjölgað í bæjum og
þorpum og nýtt til hlítar þau uppeldis-
skilyrði, er þeir hafa að bjóða, t. d. með
því að búa þá sem hentugustum tækj-
um og staðsetja þá þannig, að börn
þurfi ekki að sækja til þeirra langt frá
heimilum sínum.
d) Tómstundaheimili handa börn-
um á skólaskyldualdri verði stofnuð
svo víða, sem þurfa þykir.
e) Tómstundavinna og félagsstarf-
semi í skólum og hjá ýmsum félögum,
sem starfa fyrir unglinga, sé sem mest
miðuð við það, að athafnaþrá hvers
einstaklings sé fullnægt með fjölbreytt-
um viðfangsefnum.
f) Við endurskoðun á námsskrám
fyrir barna- og unglingaskóla verði
námsefni stillt svo í hóf, að daglegur
starfstími nemendanna sé í samræmi
við aldur þeirra og þroska og þannig
komið í veg fyrir, að vinna sú, sem
heimtuð er af nemendunum, verði of
mikil.
g) Verknámsdeildir séu sem fyrst
stofnaðar við framhaldsskóla landsins.
li) Haldið sé áfram þeirri viðleitni
fyrir börn, sem af ýmsum ástæðum
ekki er unnt að hafa í venjulegum
skólum. Telur þingið, að víða gætu
mörg fræðsluhéruð sameinast um einn
slíkan skóla.
j) Lagt sé mest kapp á það, bæði af
kennurum og prestum, að nota þá
möguleika, sem fólgnir eru í trúar-
bragðafræðslu og fermingarundirbún-
ingi til þess að veita börnum og ungl-
ingum siðferðilegan grundvöll og sið-
ferðilegt takmark að keppa að í lífi
sínu, fyrst og fremst með því að gera
mynd Krists sem skýrasta í hugum
þeirra.
II. Björgan barna og unglinga á
glapstigum.
Það er álit þingsins, að á seinustu
áratugum, er þúsundir manna hafa
flutzt til kaupstaðanna og mikill hluti
þjóðarinnar hverfur frá aldagömlum
uppeldisaðstæðum, hafi ekki verið
nema að nokkuru leyti séð fyrir þeim
uppeldisskilyrðum, er vegið gætu móti
þeim, er horfið var frá. í umróti ófrið-
ar og „eftirstríðsára" virðist og hafa
slaknað á siðferðiskennd þjóðarinnar,
mat á verðmætum raskast, og stundar-
munaður metinn meir en það, sem var-
anlegt menningargildi hefur. Við
frumbýlingshætti þjóðarinnar í nýjum
heimkynnum og við ný viðhorf hefur
ískyggilega mikill fjöldi barna og
unglinga villzt til lausungar og lög-