Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 26

Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 26
70 HEIMILI OG SKÓLI um til syndanna. Bezta ráðið gegn þessu er að þegja eins og steinn, að minnsta kosti á meðan félagarnir eru viðstaddir. Þegar „drengurinn“ er kominn yfir tvítugt, segir hann: „Það var nú kann- ske ekki svo vitlaust, sem pabbi sagði.“ Og þegar „drengurinn" er nokkrum áratugum eldri, segir hann í auðmýkt: „Það var alveg hárrétt, sem pabbi sagði. Það var heimskulegt af mér að hlýða ekki ráðum hans.“ í þessu sambandi á vel við að minn- ast þess, sem Mark Twain sagði: „Þeg- ar ég var fjórtán ára strákur, var faðir minn svo heimskur, að ég þoldi önn fyrir að hafa gamla manninn nálægt mér. En þegar ég var orðinn tuttugu og eins, kom það mér alveg á óvart, hvað pabbi hafði lært margt og mikið síðustu sjö árin.“ Þetta er nú einu sinni svóna, að maður verður aldrei á ævinni jafnvitur og lærður og á vissu stigi gelgjuskeiðs- að því er manni finnst sjálfum. Þetta stutta yfirlit um þroskaferil drengsins kann að vera nokkuð ýkt. Það er ekki annað en dæmi, sett á odd- inn til þess að skerpa eftirtektina á því. Þegar kviknar í húsi, læðist maður ekki að þeim, sem þar sefur, til þess að vekja hann með kurteislegum afsökun- arorðum, heldur grenjar maður af öll- um mætti: „Eldur! Eldur!“ Annað dæmi má nefna: Stundum þarf að miða á skýin til þess að hitta í skógarjaðar- inn. Ég held, að það sé mjög áríðandi fyrir okkur, sem eldri erum, að gera okkur ljósa grein fvrir því, að í sál drengsins gerast miklar byltingar á uppvaxtarárunum. Viðhorf hans til móður, föður og alls umhverfis tekur stórum breytingum. Ef við skiljum Jrað, eru meiri líkindi til þess, að við getum hjálpað honum á viturlegan og viðeigandi hátt. Til eru þeir drengir, sem komast yfir gelgjuskeiðið án nokkurra veru- legra árekstra. Þeir þokast hægt og hljóðalaust í tölu fullorðinna manna. Þar verður munurinn milli tveggja kynslóða ekki áberandi. Helzt mun svo vera á heimilum, þar sem börnin alast upp í kyrrlátri ró, þar sem gott er á milli foreldra og barna og góður félagsandi ríkjandi. Þó held ég, að munurinn sé alltaf fyrir hendi, hljóti að finnast, ef vel er að gætt. Það eru einmitt hin ólíku viðhorf, sem hrinda af stað framförum og þroska. Yfirleitt verðum við alltaf að gera ráð fyrir miklum mannamun, ólíkum einstaklingum. Þess bið ég þig að minnast að staðaldri, á meðan þú lest þessa bók. Algengast mun vera, að unglingsaldurinn sé meiri umbrota- tími hjá kaupstaðadrengnum en sveita- drengnum. í sveit er síður hætt við árekstrum en í kaupstað og borg. Að segja ósatt. Ég sagði áðan, að drengjum hættir oft til að segja ósatt. Margt mætti um það efni ræða. Allir kannast við það, hvernig drengur grípur til lyginnar til þess að komast hjá refsingu, og margt mætti fleira telja. En ég ætla hér aðeins að minnast á eina tegund ósanninda, sem uppalendum drengja hefur stund- um sézt yfir. Lénharður var viðkvæmur drengur og veikbyggður, þægur og góður, og virtist mjög auðvelt að ala hann upp.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.