Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 23

Heimili og skóli - 01.06.1949, Qupperneq 23
HEIMILI OG SKÓLI 67 höfn. Öllu öðru var þokað til hliðar um stund, hér var alvara á ferð, sein enginn mátti trufla, eitthvað, sem börnin urðu að gefa gaum, eins og aðrir, með því að vera hljóð. Það var snerting við eitthvað háleitt og um- hugsunarvert, sem heimilið allt tók alvarlega og ekki mátti trufla. Það breytir ekki þessari stað'reynd, þótt stundum vildi bera út af, því að öll vor verk, hegðun og hættir, geta verið háð þeim skeikulleika. Og þótt ég bú- ist varla við, að húslestrarnir verði aft- ur almennt upp teknir, því miður, þá þykist ég fullviss um það, að einmitt svona stundir vanti nú hin íslenzku heimili, stundir, þar sem allir heimil- ismennirnir koma saman og taka sam- eiginlega þátt í helgri og hljóðri at- liöfn, fastri venju, sem næstumalltann- að verður að þoka fyrir. Ég hef komið í dönsk og norsk heimili, þar sem stutt borðbæn var föst venja, og mér fannst hún setja hátíðleikablæ á borðhaldið. í ys og þys nútímans væri þetta máske hin eina sameiginlega stund í heimil- inu, sem framkvæmanleg væri hér, og hún væri spor í rétta átt, ef viturlega er á haldið. Þegar til barnaskólans kemur, á barnið mikið undir því að hitta þar fyrir mann með milda og hlýja skap- gerð, en festu og öryggi í allri stjórn. En ekki síður hinu, að hann sé göfugs eðlis og guðstrúarmaður. Ég held, að það sé afar mikils virði, að barnið finni það, að um slík mál sé ekki talað nema með virðuleik og alvöru. Börn eru næm á slíkt og taka venjulega svo mik- ið tillit til kennara sinna, að það getur blátt áfram valdið úrslitum um við- horf barns til þessara mála, hvernig það heyrir kennara, sem því þykir vænt um, tala um guðstrú og helgar venjur. En sem betur fer, munu kenn- ararnir skilja þessa ábyrgð, er á þeim hvílir í þessum efnum, hef ég þrátt og oft orðið þess var. Og ég tel það ekki rétt að þvinga þá til þess að kenna kristin fræði í skólunum, sem ein- hverra hluta vegna ekki treysta sér til þess, hversu æskilegt sem það að sjálf- sögðu þó er, að þeir geri það. En það tel ég hiklaust mikinn ham- ingjuauka, fyrir hvern kennara, að liann geti af einlægum hug og djúpri sannfæringu fjallað um hin helgu mál í skólanum. En hann verður þar að kunna sér hóf og vita fótum sínum for- ráð, því að á þeim leiðum, ekki sízt, er hægt að skaða með of miklu stagli og þvargi í tíma og ótíma. Þess vegna er þetta svo vandasamt og viðurhlutamik- ið. En ég hef þá óbifanlegu trú, og byggi hana á langri reynslu, að guðs hjálp muni hverjum þeim hlotnast, er einlæglega leitar hennar, svo framar- lega sem viljinn er einlægur og sterkur til þess að láta gott af sér leiða í þessari allífsins miklu þjónustu. Mér finnst nú, að einna ógleyman- legastar stundir úr löngu skólastarfi liafi ég eignazt í sambandi við þessi mál. Og ég þori að fullyrða, að flest hið skársta í því starfi eigi ég þeim að þakka. Og þó skal ég í allri auðmýkt játa það, að ég átti meiri vilja en mátt til þvílíkra starfa og áhrifa. Ég minnist nú kristnifræðisstund- anna í skólanum, er við höfðum sung- ið vers og lesið saman Faðirvorið, hve mikil kyrrð og friður var yfir bekkn- um, og samtalið naut sín vel í slíku andrúmslofti, hve spurningarnar voru

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.