Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 Allt virtist ganga vel og eðlilega. En einn góðan veðurdag kvartaði hann um verk í augunum, þegar hann kom heim úr skólanum. Hann sveið í aug- un. Foreldrar lians höfðu nú oft fundið til þess líka og gerðu lítið úr þessu. Þetta var bara þreyta og áreynsla. Það er ekki rétt að gera of mikið úr, þó að krakki finni til eða fái vaxtarverk. Menn kæra sig yfirleitt ekki um að setjast að í biðstofu lækn- anna. Nokkru seinna frétti faðir Lénharðs, að hann hefði fengið kennarann til þess að flytja sig í fremsta sæti, af því að hann sá svo illa á töfluna. Það var grunsamlegt, og faðirinn hringdi til augnlæknis og bað um viðtalstíma. En daginn eftir kom einn af skólabræðr- um Lénharðs með hann heim á miðj- um skólatíma. Hann var blindur og sá ekki nokkurn skapaðan hlut. Þá var náð í bíl samstundis og ekið beint til augnlæknis. Hann í'annsakaði Lén- harð vel og vandlega, en fann ekkert athugavert við augun. Hann lét nú Lénharð setjast fram í biðstofuna og talaði síðan við föður hans í einrúmi. „Hvernig gengur drengnum í skólan- um?“ Spurningin kom föðurnum á óvart, en hann svaraði sannleikanum samkvæmt: „Ekki vel. Það er honum erfitt á marga lund. Hann er utanveltu í bekknum og á þar enga félaga.“ „Þá förum við að skilja augnveikina," sagði læknirinn. „Allir hafa metnaðar- tilfinningu. Sá, sem finnur, að hann er einskis metinn, hlýtur að gefast upp. Augnveikin er aðeins bragð til þess að vekja athygli á sér, láta taka eftir sér. Úr því að hann gat ekki látið til sín taka í náminu, varð hann að gera það með öðru móti, með ímynduðum sjúk- dómi. Nú skuluð þér tala við kennar- ann, og þið skuluð virða augnveikina að vettugi bæði í skólanum og heima. Þá lagast þetta allt af sjálfu sér.“ Og það gerði það líka áður en langt um leið. Hefði drengnum verið refsað fyrir lygina, hefði það haft óbætanlegt tjón í för með sér fyrir hann. Þessi sami drengur beitti líka fleiri brögðum. Stundum sagði hann, þegar hann kom heim úr skólanum, mestu rosasögur af kennurum sínum og félög- um. En það komst upp, að þær voru eintóm skrök og vitleysa. En hann sagði þær þó með mesta sakleysissvip, eins og þær væru heilagur sannleikur. Hann gerði þetta aðeins til þess að vekja athygli, láta vita af sér, taka eftir sér. Ef til vill telja læknar þess háttar lygi eins konar móðursýki. Skilnings- ríkur faðir eða móðir getur áreiðan- lega vanið drenginn af slíkum ósann- indum, ef nógu snemma er að gert. Beita verður stillingu og rósemi og reyna að hjálpa drengnum á allan hátt. Ekkert fálm. Tala við hann í góðu, en einarðlega og í alvöru. I slík- um efnum sem þessum er nauðsyn góðrar samvinnu milli skóla og heim- ila. Billinn. Eftirfarandi smásaga er ef til vill ekki sönn, en sannleiksgildi hefur hún eigi að síður og felur í sér alvarlega áminningu til foreldra: Lítill snáði spígsporaði með liendur fyrir aftan bak úti í bílskúr föður síns, en faðir hans var að hreinsa bílinn og

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.