Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI
85
HANNES ]. MAGNUSSON:
„Leitið og þér munuð finna“
Kafli úr skólasetningarræðu haustið 1951.
Víða um hinn menntaða heim er nú
mikið ritað og rætt um skóla- og upp-
eldismál, og sums staðar kannske full
mikið, þótt það láti ef til vill undar-
lega í eyrum. En það má ræða svo mik-
ið um þessi mál, benda á svo margar
leiðir, halda fram svo mörgum kenn-
ingum, að almenningur verði átta-
villtur, missi trúna á gamlar venjur og
gamlar hefðir, án þess þó að gera sér
grein fyrir, hvað velja beri af hinu
nýja. Slíkt getur skapað hið mesta
rótleysi og ringulreið, að finna hvergi
fast land undir fótum. Þetta hefur þó
ekki enn gerzt hér á landi, sem betur
fer. Uppeldisfræðingar okkar hafa
ekki verið neinir niðurrifsmenn, held-
ur tekið upp jákvæða stefnu á þessu
sviði.
Kennarar og uppalendur verða að
vera glaðvakandi fyrir (illum nýjung-
um á þessu sviði, en taka þeim samt
með hæfilegxi gagnrýni. Hér sem víð-
ar hentar betur þróun en bylting. Þró-
unin hlýtur að eiga sér stað með vax-
andi menntun og reynzlu. Hún kem-
ur ósjálfrátt með auknum þroska
mannanna, en það má flýta fyrir henni
með ýmsu móti, og það eigum við að
gera. „Við eigum að láta hlutina vaxa,
3. Þegar börnin yfirgæfu barnaskól-
ann fengju þau sína sparisjóðsbók, og
héldi framhaldsskólinn starfseminni
áfram um lengri eða skemmri tíma.
Skal svo ekki um þetta fjölyrt meir.
En það skal tekið skýrt fram og á það
lögð alveg sérstök áherzla, að löggjöf-
um og landsstjórn verður nú þegar að
skiljast það, að það verður að skapa
trú manna og traust á það, að spari-
sjóðsbókin hafi sitt gildi, að það sé þess
vert að vera sparsamur, hygginn og
nýtinn í orðsins beztu merkingu. Það
verður að afnema skatta af sparifé og
hækka þá upphæð, sem skattfrjáls er
nú, og það verður að tryggja það, að
innstæðan njóti vaxtanna. Og umfram
allt verður að tryggja það, að hvernig
sem veltur með verðgildi krónunnar,
þá sé a. m. k. viss lágmarksupphæð
þessa fjár örugg að verðgildi. Þetta er
hin nauðsynlega undirstaða, ef hefjast
á handa um aukna sparifjársöfnun,
sem telja verður uppeldislega nauðsyn
og þjóðarnauðsyn.
Fáum þjóðum mundi nauðsynlegra
uppeldi til sparnaðar en okkar fá-
mennu þjóð, með öll sín margþættu,
óleystu verkefni, þjóð, sem virðist
vanta ærið margt til að kunna fótum
sínum forráð í þessum efnum. Henni
verður að skiljast það, að það er menn-
ingarleysi að fara gálauslega með fjár-
muni sína, og að það er á engan hátt
minni vandi að gæta fengins fjár eu
afla þess.