Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 10
86
HEIMILI OG SKÓLl
en ekki knýja þá fram,“ segja Englend-
ingar. Þannig á það að vera í uppeldis-
og skólamálum. Hið nýja og full-
komnara, sem vel hefur reynzt, á að
seytla inn í starfið smátt og smátt. Með
því fáum við eðlilega þróun þessara
mála og komumst hjá hinum liættu-
legu gelgjuskeiðum.
Eg vænti mikillar hjálpar í framtíð-
inni af uppeldisfræðingum og barna-
sálfræðingum, en hvað sem þeir segja,
megum við þó aldrei hætta að hlusta á
hið gamla brjóstvit, sem hert er í
reynsludeiglu margra kynslóða. Því
skulum við jafnan hafna með mikilli
gát. En eitt er virðingarvert við okkar
tíma og gefur tilefni til bjartsýni, þrátt
fyrir allt: Þeir auðkennast af mikilli
leit. Ekki aðeins leit að nýrri og full-
komnari vélum, lieldur einnig leit að
meiri þroskamöguleikum, leit að að-
ferðunt til að skapa betri skóla, leit að
betri kennsluaðferðum, kennslubók-
um, og síðast en ekki sízt: betri upp-
eldisaðferðum, og þar hafa uppeldis-
fræðingarnir forustuna.
Eg trúi því, að þessi leit beri árang-
ur, eins og öll önnur leit mannsins,
sem stofnað er til af einlægni og góð-
um hug. Allt líf mannkynsins frá upp-
hafi vega hefur verið ein óslitin leit.
Þessi viðleitni á sviði uppeldis- og
skólamála, sem ég gat um, er aðeins
einn þáttur þessarar eilífu leitar. Við
kennarar og foreldrar, já, einmitt við,
skulum vera með í þessari leit og ég
fullyrði, að hún ber árangur, því að
þar er hið bezta í sjálfum okkur að
verki: Það er ábyrgðartilfinningin,
skylduræknin, samvizkusemin og holl-
ustan við heilagt hlutverk.
Við skulum lesa það, sem við eigum
kost á, er uppeldisfræðingar og skóla-
menn hafa til þessara mála að leggja,
og bera það saman við okkar eigin
reynslu, og umfram allt okkar eigið
brjóstvit, og við skulum vega það á
vog okkar eigin dómgreindar. Ég mæli
ekki með uppeldi eða kennslu ná-
kvæmlega eftir forskrift einhverra
ákveðinna manna, þótt lærðir séu,
slíkt ber vott um átakanlegt ósjálfstæði
og persónulega fátækt, þótt ætíð megi
treysta nokkrum sameiginlegum
grundvallarreglum, sem jafnan fara
saman við dómgreind okkar og brjóst-
vit. Nær sanni væri að ætla, að aðferð-
irnar við uppeldi og kennslu þyrftu að
vera jafnmargar og einstaklingarnir.
Og kannske er það einhver veikasta
hliðin á starfi allra skóla, að þar er
naumast hægt að komast hjá múgupp-
eldi á vissu stigi. En múguppeldi leið-
ir til andlegrar hnignunar, menning-
arleysis og persónulegs ósjálfstæðis.
Það sýnir saga heilla stórvelda.
Sá skóli er því beztur, sem leyft get-
ur einstaklingnum að njóta sín og
hæfileika sinna, þó því aðeins, að hann
jafnframt alizt upp í félagslegum
dyggðum, læri að lifa og starfa með ná-
unga sínum og virði rétt hans. Þarna
standa heimilin betur að vígi en skól-
arnir. Gott heimili er smækkuð mynd
af fullkomnu lýðræðisþjóðfélagi. Því
er það, að flestar okkar vonir um batn-
andi menn og batnandi heim eru
bundnar við heimilin, betri og full-
komnari heimili. Ég vil helzt minna á
þetta við hverja skólasetningu, ekki til
þess að draga athyglina frá ábyrgð og
skyldum skólanna, heldur til að und-
irstrika hina þungu, menningarlegu