Heimili og skóli - 01.10.1951, Síða 12
88
HEIMILI OG SKÓLI
það í skáldsögu, þar sem hann gerir
heimilið að uppeldisstofnun og dreg-
ur þá einkum fram hlut móðurinnar. í
sögu þessari verða þau ógleymanlegust
hjónin, Ljónharður og Geirþrúður.
Ljónharður er veikgeðja maður og
drykkfelldur, en ekki slæmur maður.
Geirþrúður stjórnar heimili sínu og
elur upp börnin, þangað til maður
hennar skammast sín og bætir ráð sitt.
En Geirþrúður fær hjálp frá mörgum
góðum mönnum, sem hafa löngun til
að hefja þorp sitt úr því menningar-
leysi og drabbi,sem það var sokkiðí,og
þar á meðal er liðsforingi einn. Hann
sér brátt, að fólkið þarf fyrst og fremst
menntun — upplýsingu, og hann segir
við sjálfan sig: „Ég ætla að verða kenn-
ari!“ En hvernig átti hann að fara að
því? Hvar átti hann sjálfur að fá nauð-
synlega undirbúningsmenntun til
þess? Þarna voru engir skólar, og allra
sízt kennaraskóli. En þá dettur honum
ráð í hug: Hann fær að koma heim til
Geirþrúðar, dvelja þar tíma og tíma og
sjá, hvernig Geirþrúður fer að því að
ala börn sín upp. Hann leitar til hinn-
ar góðu móður og húsmóður. Þetta var
hans kennaraskóli.
Þannig vill Pestalozzi gera heimilið
að eins konar fyirrmynd skólans. —
Hann lætur dagstofuna eða baðstof-
una, sem stjómað er af góðri móður,
verða miðstöð betra og heilbrigðara
uppeldis, meiri menningar, meiri
þjóðargæfu.
Kannske er þetta allt orðið gamal-
dags, nú á tímum vöggustofa, leik-
skóla, barnagarða, dagheimila og allra
okkar skóla? — Nei, það er ekki gam-
aldags. Það er eins satt og rétt nú og
það var fyrir 170 árum, þegar Pesta-
lozzi skrifaði þessa sígildu bók, en tím-
arnir hafa breytzt. Skólarnir eru orðn-
ir óhjákvæmileg nauðsyn og því meiri
nauðsyn, senr heimilin hafa, fyrir rás
viðburðanna, orðið veikari uppeldis-
stofnanir. Og Pestalozzi hafði enga
ótrú á skólunum, hann var þvert
á móti einn liinn mesti brautryðjandi
á því sviði. En þó að margt hafi breytzt
síðan, stendur þó óhaggaður sá grund-
völlur, sem Pestalozzi lagði, eða vildi
byggja á, en það var: heimilið, skól-
inn og trúin á Guð, og þá einnig kirkj-
an sem boðberi hennar.
Þeir, sem mestu ráða í stjórnmálum
heimsins, hafa vafalaust margir góðan
vilja á að skapa nýjan og betri heim,
en siðbótin kemur ekki þaðan. Betrun
mannkynsins og farsæld verður að
koma frá mér og þér. Hún verður að
koma frá ykkur, foreldrar, í hinum
mörgu heimilum. Hún verður að
koma frá okkur kennurunum í skóla-
stofunni og hún verður að koma frá
kirkjunni, sterkri kirkju, ekki aðeins
frá prestinum, heldur frá okkur öll-
um, þar sem við mætumst í kirkju
okkar. Þetta er grundvöllurinn sem
við eigum að byggja uppeldi barna
okkar á. —
Gott heimili, góður skóli og áhrifa-
rík og sterk kirkja eru þau stórveldi,
sem við verðum að setja traust okk-
ar á.