Heimili og skóli - 01.10.1951, Side 16
92
HEIMILI OG SKÖLÍ
foreldrar allt of margir, sem láta sig
þetta litlu skipta.
Gullið, sem við fáum fyrir málma
okkar og trjávið, er ekki hið mikil-
vægasta. Börn okkar eru öllu slíku
verðmætara. Útgjöld ríkis og bæja til
barnaskólanna, gagnfræðaskólanna og
menntaskólanna eru nú um 3 mill-
jarðar króna. Ef útgjöld heimilanna til
skólabarnanna eru hér talin með,
verða þau útgjöld einnig 3 milljarðar
króna. Þessi fjárveiting, í þágu barna
innan 15 ára aldurs, verður því álíka
og öll útgjöld til bygginga, verksmiðja,
vega og samgangna. En örlög þjóðar-
innar velta á getu æskunnar til að leysa
hlutverk framtíðarinnar, og meðal
annars hin félagslegu.
Virðingarleysi fyrir smápeningun-
um er vanmat á þeirri vinnu, sem
liggur á bak við alla fjármuni. Æskan
í dag er haldin af fyrirlitningu á öllu
því, sem heimtar úthald, þolinmæði,
sjálfsafneitun. En líf án þrautseigju
og þolinmæði leiðir til eymdar
óskapnaðar — en þannig er ekki allurt
æskulýður nútímans.
Kaffihúsalífið kostar líka peninga.
A einu laugardagskvöldi er eytt 1l/£
milljón í kaffihúsum Stokkhólmsborg-
ar einnar. Og þorrinn af þessum kaffi-
húsagestum eru unglingar, sem van-
rækja að greiða foreldrum sínum fyrir
fæði og húsnæði.
Meðal hinna miklu vandamála nú-
tímans er sælgætisárið eitt hið alvar-
legasta, en sæigæti er nú selt í Svíþjóð
fyrir 415 milljónir kr. á ári. Börnum
nú á tímurn virðist ómögulegt að
ganga fram hjá sælgætisbúð, án þess
að kaupa eitthvað, og til eru þær sæl-
gætisbúðir, sem lána bömuni sælgæti,
til þess að missa ekki af viðskiptun-
um.“
„Sænska þjóðin er sælgætissjúk,“
sagði tannlæknir einn, og frá sjónar-
miði tannlæknanna er þetta mál því
einnig alvarlegt.
„Já, síðastliðið ár var eytt til kaupa
á súkkulaði, karamellum og brjóst-
sykri 415 milljónum króna. Ef gert er
ráð fyrir, að helmingurinn sé notaður
af börnum og unglingum innan 19
ára, gæti hver einasti íbúi í Uppsölum
(ca. 60.000) keypt sér fyrir þá upphæð
bifreið af beztu gerð. Öll kartöflu-
neyzla þjóðarinnar kpstar ekki helm-
ing á við þetta.
Fyrir sælgætispeninga sænsku barn-
anna árið 1948 hefði mátt kaupa
80.000 ný reiðhjól. Ef þessi reiðhjól
hefðu verið tekin á filmu, sem sýndi
eitt reiðhjól á sekúndu, hefði verið
hægt að sitja og horfa á endalausa röð
af reiðhjólum í 45 skóladaga sam-
fleytt. Ef súkkulaðineyzlu síðasta árs
hefði verið komið fyrir á vöruvögnum,
2 smálestir á hvern vagn, hefði til
þessara flutninga þurft 25.000 bifreið-
ir. Ef einn vagn færi frarn hjá okkur 5.
hverja sekúndu, þyrfti 7 skóladaga til
að horfa á alla bifreiðalestina fara
frani ltjá.
Við eigum ekki að öfunda börnin af
ánægju- og gleðistundum þeirra, en
við eigum að berjast af alefli gegn
allri- misnotkun og óhófi.“
Þá kom Andersson einnig að vanda-
málinu um börnin og kvikmyndirnar.
Hann taldi, að kvikmyndirnar hefðu
geysileg áhrif á líf barnanna, allt frá
3—4 ára aldri. Einn fjórði hluti allra
barna í Stokkhólmi fer í kvikmynda-
hús á hverjum sunnudegi, og þó eru