Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 93 aðeins 2% af kvikmyndunum ætlaðar fyrir börn. Sænskir læknar segja, að hver bíóferð barna innan 6 ára aldurs sé beinlínis heilsuspillandi. Þá segir Andersson: „Við Svíar fórnum árlega 50—60 milljónum króna fyrir litmyndablöð. Þetta er of- mat á þessari tegund bókmennta, ef bókmenntir skulu kallast. Athugun á 15000 skólabörnum í barnaskólum Svíþjóðar sýndi, að börnin lásu á viku hverri 3 litmyndablöð, sum 10. Þarna eru það teiknimyndasögurnar, sem hafa mest aðdráttarafl. Og til eru drengir, sem hafa lesið 1000 glæpareif- ara, sem koma út í smáheftum. Það eru meira að segja til barnaklúbbar, sem stunda lestur þessara bóka alveg sérstaklega. Dag einn eyddu 20 börn samtals 608 kr. í umferðatívolí einu. Ein lítil stúlka keypti sér 18 sinnum afnot af hringekjunni. Enginn öfund- ar börnin af saklausum skemmtunum, en það má kaupa þær of dýru verði. Tóbaksneyzlan nam síðastliðið ár 300 milljónum kr. og tóbaksnotkunin er komin niður í hina yngstu aldurs- flokka. í skóla einum í Stokkhólmi voru í fyrra 32% af 14 ára nemendun- um orðnir fastir reykingamenn. — Áfengisvandamálið er einnig farið að verða æskulýðsvandamál. Síðastliðið ár eyddum við 390 milljónum króna fyrir öl og áfengi. Og áfengisneyzla á æskulýðssamkomum er ekki lengur neitt óvenjulegt. „Það verður að ala upp nýja kynslóð foreldra,“ sagði Andersson. „Margir foreldrar ganga á undan börnum sín- um með slæmu fordæmi. Þá skortir félagslegu menningu. Hér á skólinn að beita áhrifum sínum, með því að halda bekkjafundi. Foreldrafundir fyrir stóran skóla í einu eru ekki æski- legir. Þar verður sambandið minna á milli foreldra og kennara. Spamaðar- uppeldi er nú orðið þjóðfélagsleg nauðsyn, ef börnin eiga að verða að nýtum þjóðfélagsborgurum. Að ala börnin upp við reglusemi, er grund- völlurinn undir það uppeldi, sem kann að meta sparnaðinn." Kennari nokkur sagði: „Áður en ég kvæntist, hafði ég lært sex grundvall- arreglur um barnauppeldi. Nú á ég sex börn en enga grundvallarreglu." ,, Þegar börnin eru orðin 9 ára,“ segir Andersson, ,,má láta þau byrja að færa reikning yfir tekjur sínar og gjöld. Það er góður og hollur vani. Það er þeim einnig hollt, að þeim sé kennt að spara í einhverjum ákveðn- um tilgangi, er ekki má þó vera allt of langt framundan. En peningarnir mega ekki vera húsbændur okkar. Þeir eiga að vera auðsveipir þjónar okkar. Ég tel það heppilegt að láta börnin hafa ákveðna vasapeninga, og þau eiga að hafa frjálsræði til að fara með þá án allt of mikillar íhlutunar. Greiðslur fyrir unnin verk verða aftur talsverð upphæð, og ég ræð öllum fastlega frá því að verðlauna góða frammistöðu í skóla með peningagjöfum. Fyrsta skólaárið eru 50 aurar hæfi- legir vasapeningar á viku. Um 10 ára aldurinn gæti það verið 1 króna, í gagnfræðaskólanum 2 kr. og í mennta- skólanum 3 kr.“. Það vakti nokkra athygli á þessu námskeiði, að ástandið skyldi vera svona slæmt í Svíþjóð, sem hafði þó losnað við þátttöku í styrjöldinni. En það er alkunn staðreynd, að í kjölfar

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.