Heimili og skóli - 01.10.1951, Blaðsíða 20
96
HEIMILI OG SKÓLl
Hér kemur önnur óvænt niður-
staða: „Það er athyglisverður munur
á góðum og slæmum drengjum að því
er snertir heilbrigði á taugum.“ Og
hver er munurinn? Fleiri góðir dreng-
ir sýna merki taugaveiklunar en slœm-
ir!
Hvernig er svo ~ gáfnafar afbrota-
unglingsins? Skýrslan sýnir, að tregar
gáfur eru ekki samkenni afbrotaungl-
inga. Sumar greinar gáfnaprófs leystu
þeir ver af hendi en jafnaldrar þeirra,
en aðrar betur. Af þúsundum prófa á
„handlagni" sannfærðust Gluecks-
hjónin um það, að afbrotaunglingar
eru þar jafnöldrum sínum heldur
fremri.
En hvar er þá að finna þá eiginleika,
sem mestu ráða um afbrotahneigðina?
í lunderni og tilfinningalífi. Tilfinn-
ingar okkar ráða meiru um mótun
skapgerðar og hegðunar en heilinn.
Við rannsókn á þessum eiginleikum er
notað svonefnt Rorschachpróf, sem
sálfræðingar telja máttugt tæki til að
kanna tilfinningalífið. Með aðstoð tíu
blekbletta á spjaldi dregur könnuður-
inn fram leyndustu hræringar í huga
drengsins. Hvaða hugsanir vekja þess-
ir margvíslega löguðu blekblettir hjá
honum. Með því að segja það opnar
drengurinn innsýn í dýpstu hugar-
fylgsni sín.
Könnuðurnir komust að því, að frá
blautu barnsbeini hefur afbrotaungl-
ingurinn átt erfitt með að „hugsa og
breyta eins og aðrir,“ sem merkir, að
hann skortir það, sem við köllum heil-
brigða skynsemi (common sense).
Honum virðist að eðlisfari vera ókleift
að beita rökréttri hugsun við lausn
nokkurs vandamáls; „félagslegar kröf-
ur“ hans eru þar þrándur í götu. Þess-
ar „félagslegu kröfur“ eru ásetningur
hans að fá framgengt, ekki rétti sínum
og skoðunum, heldur vilja sínum.
Hann heimtar að fá vilja sinn án tillits
til þess hvað aðrir segja eða hugsa.
Undirgefni er andstæð eðli hans. Eins
og af eðlishvöt neitar hann að hlýða
nokkrum reglum. Þetta er mikilvægt
sérkenni. í þessum hættulega mismun
er fólgin andúð drengsins á náttúrleg-
um hömlum.
Það er fjarri því, að afbrotadrengur-
inn kenni öryggisleysis og kvíða, eða
þjáist af vanmetakennd. Hann hefur
ekki áhyggjur út af því að missa at-
vinnuna, heimilið eða frelsið. Hann er
hjartanlega sannfærður um, að hann
sé nógu kænn til að sjá um sig. Hann
er mikilmenni, sem er ekki metið að
verðleikum. Vegna bjargfastrar trúar
á örlög sjálfs sín óttast hann hvorki
ólán né ósigur. Bjartsýni hans er
ódrepandi; þó að hann lendi í klóm
lögreglunnar, er hann sannfærður um,
að hann muni „sleppa næst“. Hann
treystir meira á mátt sinn og megin en
aðrir drengir, og leitar síður aðstoðar
eða uppörvunar hjá öðrum. Afbrota-
unglingurinn finnur ekki hjá sér
neina löngun til að uppfylla vonir,
sem aðrir hafa bundið við hann.
En hann er sífellt að gera axarsköft,
án nokkurrar sjálfsstjórnar. Enginn
veit hverju hann kann að taka upp á
næst. Af öllu þessu geislar frá honum
lífsþróttur, sem marga trausta og
áreiðanlega drengi virðist skorta. Sál-
fræðingar segja, að hann sé „úthverf-
ur“ (extrovert), því að hann veitir
innibyrgðum tilfinningum útrás í