Heimili og skóli - 01.10.1951, Qupperneq 22

Heimili og skóli - 01.10.1951, Qupperneq 22
98 HEIMILI OG SKÓI,I flestra „góðu“ drengjatma við feður sina ndið og innilegt. Afbrotaunglingurinn hefur enn- fremur orðið að búa við öfgafulla og mótsagnakennda agasemi, sem hefur hvatt hann til að bjóða öllu valdboði og stjórn byrginn. Hann hefur þolað margar hýðingar fyrir syndir sínar og ekkert lært af þeim nema að þola sárs- auka, sem getur orðið honum að liði á glæpabrautinni. En öll einkennin, sem Glueckhjón- in fundu, höfðu ekki birzt á drengj- unum á fyrstu bernskuárum; mörg komu ekki fram fyrr en síðar. Mundi auðið að greina hættumerki hjá sex ára dreng þannig, að unnt væri að spá um framtíðina? Þessari spurningu var svarað með því að setja saman „spá- töflur“, þar sem skráð voru merki um afbrotahneigðir, er gera vart við sig snemma. Var drengurinn áberandi ævintýra- þyrstur? Úthverfur? Þrjózkur? Kapps- fullur og ráðríkur? Sýndi hann ofbeld- islega viðleitni til að koma vilja sínurn fram gagnvart öðrum? Var hann tor- trygginn? Gefinn fyrir að eyðileggja? Einnig er mikilvægt að fá vitneskju um, hvernig háttað var aga föðurins. Var hann linkindarlegur, ýkjastrang- ur, öfgafullur — eða festulegur en mildur? Af drengjum þeim, sem áttu feður, er sýndu linkind í aga, voru 59,8% í afbrotahópnum, qn aðeins 9,3% af þeim er áttu feður, sem sýndu festu og mildi. Sömu spurninga verður að spyrja um mæður. Var fjölskyldan tengd böndum samúðar og hlýrra tilfinn- inga? Þessi atriði eru mikilvæg, þegar greina skal skapgerðina. Ekki er hægt að búast við að neitt barn sýni öll þessi einkenni. í sérhverju barni kann að gæta eins eða fleiri án þess að hætta sé á ferð. En það er án efa hætturnerki, þegar flest einkennin gera vart við sig hjá sex ára snáða. Uppalendur og sálfræðingar vinna störf sín á vettvangi sennileikans, en einnig sennileikinn á sín lögmál. Með hjálp þeirra er talið, að unnt sé að finna 65—70% allra þeirra barna, sem eru efni í afbrotaunglinga, þegar á sex ára aldri, meðan enn er von til að bjarga þeim, að áliti Glueckhjónanna. En sú björgunarstarfsemi er ekki auð- veld og krefst dirfsku og hugkvæmni. Máttugustu vopnin til þeirra hluta er mildi og ástúðleg umhyggja — það við- mót, sem flestir afbrotaungligar fara á mis við í lífinu. Skólum okkar þarf að gjörbreyta. Við verðum að leggja meiri rækt við að þroska persónuleika barnanna og draga úr þekkingarítroðslunni. Kenn- arar verða að fá ítarlega fræðslu og æf- ingu í geðvernd og við verðum að meta að verðleikum hið göfuga hlut- verk þeirra sem uppalenda, er koma að nokkru leyti í stað foreldranna — og þeir verða að sínu leyti að gera sig verðuga þeirrar köllunar. Við verðum að taka tillit til mismunandi lundem- is barnanna — getu þeirra á sumum sviðum og getuleysis á öðrum. Til- raunir til að steypa öll börn í sama mót eru aðeins til að vekja togstreitu og uppreisnaranda. í bæjarskólum ætti að auka mikið verknám fyrir drengi, sem vilja heldur fást við áþreif-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.