Heimili og skóli - 01.10.1951, Síða 26

Heimili og skóli - 01.10.1951, Síða 26
102 HEIMILI OG SKÓLI um hin efnislegu vísindi, sem notuð eru, sem tæki til þekkingar. Oft eru þessir menn vantrúaðir og efagjarnir, en hneigjast að sjálfstæðum rannsókn- um á lífinu og tilverunni. Hugsunin, er sterkasta vopn þeirra í þessu efni. í Austurlöndum nota menn alls konar andlegar æfingar til að þjálfa hugann. Hér á Vesturlöndum þjálfa menn hugann við nám í skólum og svo við algeng störf. Vélamenning nú- tímans þjálfar menn mjög í þessu efni. Má í því sambandi nefna bifreiðar- stjóra, skipstjóra og flugmenn. Allir fá þeir þroskaða athyglisgáfu. Helztu gallar þessa flokks eru þekk- ingarhroki og þröngsýni. Vísinda- manni,sem stöðugt vinnur ásamasviði hættir við þessum skapgerðargöllum. Ekki verður sagt, að þetta eðli sé mjög áberandi hjá börnum. Þó kann- ast flestir við litla snáðann, sem efast um flest það, sem honum er sagt, ef ekki verður bent á sýnilegar sannanir. Einnig drengurinn, sem safnar öllum náttúrugripum, sem hann finnur, er líklegur til að verða vísindamaður í náttúrufræði. oftast eru þessi börn góðir nemendur í skólum, því að þekkingarþráin er rík í eðli þeirra. Þessi börn hafa gott af að eiga kær- leiksríka og trúhneigða móður, sem glæðir kærleiksþel þeirra. Sjötti geislinn er blár. Þetta er geisli tilbeiðslu og trúarþels. þessi flokkur manna keppir að góðleika og göfgi, en hirðir minna um sjálfstæða þekking- arleit. Það lætur að líkum, að þetta er geisli trúmálafræðara, presta og trú- boða. Þeir, sem eiga þessa-eiginleika í ríkum mæli í sál sinni, leita fyrr eða síðar inn á þessar brautir. Þessi manngerð er skyld flokki ann- ars geislans. Þó eru þeir meiri trú- menn í eðli sínu og því þröngsýnni í dómum sínum um aðra. En eftir eðli sínu eru báðir þessir flokkar mjög á sviði tilfinninganna, enda er trú- hneigðin aðalþáttur þeirra. Mjög er misjöfn trúhneigð barna. En þó eiga mörg börn hana í ríkum mæli. Varasamt er að vekja efa hjá barni um hin eiginlegu trúarverð- mæti. Getur þá svo farið, að það bíði þess aldrei bætur. í trúarbragða- kennslu skólanna er hér vandsiglt rnilli skers og báru. Því að varast ber einnig að fullyrða um ýmis atriði í trúfærðibókum, sem vitað er að geta orkað tvímælis. Sjöundi geislinn er fjólublár. Hug- sjónir þessa geisla er skipulag, röð og regla. Þess vegna teljast margir iðnað- armenn til hans og einnig sumir lista- menn. Sennilegt er einnig, að þeir stjórnmálamenn, sem trúa mjög á hið ytra skipulag, séu í þessum flokki. Þá teljast hér til allmargir kaupmenn. Þessi flokkur manna hneigist mjög að helgisiðum, ef þeir koma nærri and- legum málum. Annars eru þeir taldir mjög háðir hinu ytra formi. Þessi geisli er talinn skyldur geisla stjórnandanna. Oft á stjórnandinn einhverja þá eiginleika, sem samræm- ast þessum geisla. Flestir munu kannast við börn, sem hneigjast mjög að fastri reglu og skipulagi. Telja má víst, að uppalend- ur vinni gott verk með því að stuðla að því að festa þessa eiginleika í fari barnanna. Þá hef ég drepið lauslega á þessar sjö manngerðir, sem skýrt er frá í guð-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.