Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 8

Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 8
9 HEIMILI OG SK.OLI þær yrðu höfðingskonur og jafnvel drottningar. En Helga var látin sofa í öskustónni, gekk í lörfum, fékk matar- leifarnar, varð að vinna verstu verkin, bjó vil illt atlæti og var höfð sem am- bátt systra sinna, og foreldrarnir væntu einskis sóma at' henni, lieldur hins gagnstæða. En það kom í Ijós, að foreldrarnir höfðu haft rangt mat á dætrum sínum. Úr Ásu og Signýju varð ekki neitt, en Helga sigraði alla erfiðleika að lokum, hennar lteið ham- ingja, hún hlaut drottningarsess. 1 þessari gömlu þjóðsögu felst gömul og ný lífsspeki. Hún sýnir fyrst og fremst rangt mat foreldra á börnum sínum og stórgallað uppeldi. Eftirlætisdæt- urnar, sem allt var látið eftir, og lítið eða ekkert þurftu að vinna í uppvexti sínum, urðu ónytjungar, þó að for- eldrunum þætti þær í bernsku hinar efnilegustu og giftusamlegustu. En Helgu, sem þau höfðu haft útund- an og einskis vænzt af, hlotnaðist drottningarsessinn. En hvað var það þá, sem gerði gæfu- muninn í lífi systranna, þegar þær komust á fullorðinsárin? Það er fljót- séð. Systurnar, sem lítið þurftu að vinna í uppvextinum, og dekrað hafði verið við og allt látið eftir, kunnu engin tök á lífinu, þegar þær áttu sjálfar að fara að sjá um sig. Þær vant- aði þor og þrótt, þegar út í lífið kom. Þær höfðu heldur aldrei vanizt á að þurfa að taka tillit til annarra manna. Eigingirni þeirra gerir þær óhæfar til samskipta við aðra menn, og að lokum fá allir skömm á þeim. Lífshamingjan, sem foreldrum þeirra hafði virzt um- lykja þær í bernsku og æsku, verður þeim fjarlægari og fjarlægari, og algert auðnuleysi verður þeirra hlutskipti að lokum. En Helga, dóttirin, sem for- eldrunum hafði þótt minnst vænt um, hafði ekki verið skemmd á dekri né vinnuleysi. Hún varð að vinna, þegar er hún gat nokkuð. Hún hafði í æsku þurft að hugsa um fleiri en sjálfa sig. Við erfiðið vex henni þor og þróttur. Hún venst líka á að taka tillit til ann- arra manna. Hennar uppeldi var vinna og þjónusta. Þegar út í lífið kemur, er hún þjálfuð til þess að rétta hverj- um þeim, sem á þarf að halda, hjálpar- hönd. Og sú hjálparhönd er alls staðar vel jjegin. Hún verður með tímanum elskuð og dáð af öllum, sem kynnast henni. Lífshamingjan umlykur hana. Hún hefur þar með hlotið drottning- arsess mannlegs lífs. Unga fólk! Ég bið ykkur þess að gefa gætur að því, að það er fyrst og fremst vinnuleysið, sem gerir þær Ásu og Signýju að ómenn- um, en það var vinna og trúmennska, sem gerði Helgu að gæfu- og hefðar- konu. Á öllum öldum hefur þetta þjóð- félag haft mörg olnbogabörn, en þeim hefur því miður ekki öllum farnazt eins vel og Helgu. Til þess hefur þau vantað meðfædda hæfileika, og sum af þeim hafa orðið olnbogabörn alla ævi sína, nokkurs konar útburðir þjóð- félagsins. En skólalöggjöf vor sannar, að þjóðfélag vort vill ekki láta bera út neitt af börnum sínum, eða hafa sum þeirra að olnbogabörnum. Það á heldur ekki að skemma börnin með iðjuleysi og dekri. Þegar í bernsku á að fá þeim viðfangsefni að leysa. í skólunum eiga þau að starfa mikið og jafnvel að leggja á sig erfiði. Það ber að þjálfa hugsun þeirra, minni, skiln-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.