Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI
9
HANNES J. MAGNÚSSON:
Samvinna heimila og skóla
Ég hef oft orðið þess var, að for-
eldrar vilja mjög gjarnan gera allt,
sem í þeirra valdi stendur til að
samvinna skóla og heimilis geti ver-
ið sem allra bezt, en þeim er oft ekki
að sama skapi ljóst, hvað heimilið
getur lagt þarna fram. Sumir spyrja:
Hvað get ég lagt þarna fram, sem að
gagni megi koma? í næstu heftum
Heimilis og skóla munu nú birtast
smáþættir um þessa samvinnu. Og
verður þar reynt að gera grein fyrir
nokkrum höfuðatriðum hennar, ef
það gæti orðið til þess, að hinum
fjölmörgu foreldrum, sem vilja góða
samvinnu, yrði það eitthvað ljósara
eftir en áður, hvernig henni er bezt
fyrir komið.
Búizt að heiman.
Einhverju sinni kom jnóðir ein til
uppeldisfræðings og spurði hann:
„Hvenær á ég að byrja á því að ala
barnið mitt upp?“
,,Að minnsta kosti 10 árum áður en
barnið fæðist,“ mælti uppeldisfræðing-
urinn. Ekki er þess getið, hvernig
móðirin tók þessu svari, en hér er
merkilegur sannleikur sagður í fáum
orðum.
Ég Iief oft verið spurður að því, lwe-
nær ætti að byrja að kénna börnunum
að lesa. Um annað hefur ekki verið
spurt. En hér á einnig við svar uppeld-
isfræðingsins að nokkru leyti. Það þarf
að búa börnin undir skólagönguna
löngu áður en þau hefja skólanám.
Vegna þess að oftast er spurt um lest-
urinn, ætla ég að byrja á honum, þótt
hann sé engan veginn hinn mikilvæg-
asti undirbúningur, eins og nú er hátt-
að. Okkur þykir að vísu mjög
skemmtilegt að fá vel læs börn í skól-
ann, ef það hefur ekki verið keypt of
dýru verði, en ég kalla það of dýru
verði keypt, ef byrjað er á lestrar-
kennslu, áður en börnin hafa til þess
verulegan þroska, og þurft hefur að
leggja hart að þeim til þess að ná þessu
takmarki. Annars er ekki hægt að
segja, hvenær byrja eigi að kenna
börnum að lesa. Börn eru svo ólík að
þroska, að það getur munað 1—2 ár-
um á þroskaaldri þeirra, þótt ævialdur
sé hinn sami, en eitt ber að varast: Að
þvinga börnin ekki til lestrarnáms.
Bezt er að það byrji sent leikur, og má
gjarnan byrja á 4—5 ára börnum. Ef
hægt er svo að halda lestrarnáminu í
því horfi hjá börnunum, kemur það af
sjálfu sér. En séu börn látin í smá-
barnaskóla upp og ofan, án nokkurrar
athugunar á þroska þeirra, getur það
haft alvarlegar afleiðingar fyrir van-
þroska börnin. Ekki er kannske við
því að búast, að foreldrar almennt séu
þess umkomnir að dæma um það,
hvort barn þeirra hefur þroska til
skipulegs náms eða ekki, en komi það
í ljós, þegar í smábarnaskólann kemur,
að þroski sé ekki fyrir hendi hjá barn-
inu til náms, á kennarinn tafarlaust að
láta það hætta og bíða betri tíma. Það
er engin uppgjöf. Barnið getur orðið
sæmilegur nemandi fyrir því. Það er