Heimili og skóli - 01.02.1952, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI
5
ÁRNI BJÖRNSSON:
Á tímamótum
Heimili og skóli hefur nú komið
út í 10 ár. Hlutverk ritsins frá byrjun
hefur verið að flytja fræðandi og vekj-
andi greinar um uppeldis-, siðgæðis- og
skólamál. Má óhætt fullyrða, að ritið
liafi oft flutt ýmsar mjög athyglisverð-
ar greinar um þessi efni, eftir ýmsa
mæta menn, bæði innlenda og er-
lenda. Segja má þó, að of fáir hafi sent
ritinu efni til birtingar. Hefði það
vafalaust aukið fjölbreytni þess, ef
fleiri hefðu sent því greinar um áður-
greint efni.
Fjöldi kennara býr yfir margvís-
legri reynslu, frá löngu starfi þeirra
í þágu kennslu- og skólamála. Værí
það nrikill fengur, ef slík reynsla gæti
orðið fleirum til góðra nota. Þá væri
það og mikils vert, ef foreldrar segðu
frá sinni reynslu um ýmis vandamál
uppeldisins og skoðunum sínum á
samstarfi heimila og skóla. En á slíku
samstarfi og gagnkvæmum skilningi
milli skólanna og heimilanna bygg-
ist ekki einungis árangurinn af því
kennslustarfi, sem framkvæmt er í
skólunum, lreldur einnig, og það er
eflaust mikilsverðara, mundi mega
vænta þess, að grundvöllur fyndist fyr-
ir hinu siðræna uppeldisstarfi, sem
ekki er síður nauðsynlegt en fræðslan.
Rit, sem að mestu leyti fjallar um
uppeldis- og skólamál, þessi tvö höfuð-
verkefni og vandamál þjóðfélagsins,
þyrfti helzt að ná til allra heimila og
skóla, þar sem fræðsla og leiðsögn
barna og unglinga er höfð með hönd-
um. Sem betur fer, eru mörg heimili
aðsetur þeirra hollráða, sem mótað
hafa skapgerð unglingsins, honum
sjálfum til sannrar lífshamingju og
samtíð hans til heilla. Þar eru spunnir
þræðirnir í þá brynju, sem trölla-
skálmar öfga og upplausnar bíta ekki
á, eða nágustur siðferðilegrar lítil-
mennsku næðir í gegnum.
Heimili og skóli hefur það hlutverk,
og vill eftir beztu getu rækja það, að
vera boðberi og umræðuvettvangur
þeirra skoðana í uppeldis- og skóla-
málum, sem efst eru á baugi á hverj-
um tíma. Það vill ennfremur geta bor-
ið inn á sem flest íslenzk heimili gull-
þeirrar reynslu, sem þjóðin á frá upp-
eldisvenjum hinna beztu heimila, og
lræða, eftir því sem unnt er, um nið-
urstöður ýmissa rannsókna, sem nú
eru gerðar á hneigðum og hæfileikunr
barna og unglinga. Þess vegna óskar
ritið eftir því, að þeir, sem um þessi
mál hugsa, eða hafa þau með höndum,
sendi því greinar og pistla um ýrnis-
legt, er verða má til leiðbeiningar í
þessum efnum.
Því miður er ritið ekki eins útbreitt
og æskilegt væri, þótt víða sé það
keypt og lesið. Vissulega hefur það
eignazt marga góða styrktarmenn, sem
á ýmsan hátt hafa veitt því ómetanleg-
an stuðning. Eru það einkum kenn-