Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 21
HEIMILI OG SKÓLI
15
EIRIK UR SIG URÐSSON:
Karl Finnbogason, skólastjóri
„Sælir eru hógværir,
því að þeir munu landið erfa.“
Þann 5. jan. sl. lézt að heimili sínu í
Fossvogi Karl Finnbogason, skóla-
stjóri, rúmlega 76 ára að aldri. Það á
vel við að minnast þessa merka skóla-
manns hér í þessu tímariti.
Karl Finnbogáson var fæddur að
Arnstapa í Ljósavatnsskarði 29. des.
1875. Foreldrar hans voru fátækir af
jarðneskum auðæfum, en þau gáfu
þjóð sinni frábærlega gáfaða og mann-
vænlega syni. Guðmundur Finnboga-
son, landsbókavörður, var einn af
bræðrum Karls.
Þegar Karl var 9 ára gamall, missti
liann föður sinn og fór þá í fóstur til
Karls Friðrikssonar á Stóruvöllum í
Bárðardal. Þar ólst Karl upp frá þeim
tíma. Karli á Stóruvöllum þótti mjög
vænt um þennan fósturson sinn og
kostaði hann ungan í Möðruvalla-
skóla. Næstu ár á eftir var Karl við
barna- og unglingakennslu í Eyjafirði
og Bárðardal. En á sumrum vann hann
við bú fóstra síns. Hann var snemma
kappsamur og fylginn sér við öll al-
geng sveitastörf og hafði alltaf yndi af
þeint, þótt þau fullnægðu honum ekki
að öllu leyti.
F.n kennslan féll honum svo vel, að
hann ákvað að gera hana að ævistarfi
sínu. Skömmu eftir aldamótin sigldi
hann til Danmerkur og stundaði þar
framhaldsnám, fyrst við Blaagaards
Seminarium, og síðar við Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn. Þegar
liann kom heim, gerðist hann kennari
við gagnfræðaskólann á Akurevri um
skeið. Kom þá fljótt í ljós, að hann var
ekki aðeins gáfaður, heldur einnig
flugmælskur og rökfimur. Naut hann
mikilla vinsælda við skólann. En
skömnru síðar leitaði hann burt af
Norðurlandi og gerðist skólastjóri við
barnaskólann á Seyðisfirði 1911 og
gegndi því starfi til sjötugsaldurs, eða
samfellt í 34 ár.
Karl Finnbogason gekk að eiga Vil-
helmínu Ingimundardóttur frá Sörla-
stöðum i Seyðisfirði árið 1914. Hún er
mikilhæf kona og lifir mann sinn,
ásamt sex mannvænlegum börnum
þeirra lijóna, fimm dætrum og einum
syni. Þau eru: Guðrún, gift Sigurði
Gunnarssyni, skólastjóra í Húsavík,
Helga, gift Guðjóni Þorgilssyni,