Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 7
Heimili og skóli
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
11. árgangur Janúar—Febrúar 1952 1. hefti
ÞORSTEINN M. JÓNSSON:
Eftirlætis- og olnbogabörn
Kafli úr ræðu við setningu Gagnfræðaskóla Akureyrar
2. október 1950
t fyrri hluta ræðunnar ræddi skólastjórinn
ýmislegt, er varðaði gagnfræðaskólann sérstak-
lega. Ennfrenrur minntist hann á hin nýju
fræðslulög á þessa leið:
Mjög víða er nú farið að framkvæma hin nýju
fræðslulög, en ailtaf sjást greinar í sumurn dag-
blöðunum, þar sem að þeim er veitzt. En all-
margar þessar greinar sanna hið fornkveðna:
„Sá segir rnest af Ólafi kóngi, sem hvorki hefur
lieyrt hann né séð.“ Eg ætla ekki við þetta tæki-
færi að rökræða hina nýju fræðslulöggjöf, þar
sem fjöldi áheyrenda minna er lítið þroskaðir
unglingar. En þess vil ég þó geta, að undir-
búningur laga þessara var rækilegri en flestra
annarra laga, er Alþingi vort lætur frá sér fara,
þar sem meðal annars var leitað umsagna allra
skólanefnda og skólastjóra landsins, áður en frá
þeim var að fullu gengið. En þó eru þau að
sjálfsögðu gölluð, eins og flest önnur mannleg
smíði. Og hvernig þau reynast, er nær eingöngu
undir skólunum komið. Lög skapa hvorki góða
né léiega skóla, fremur en nokkur stakkur gerir
þann, sem íklæðist honum, að góðum eða vond-
um manni. Hin nýja skólalöggjöf er að ýmsu
levti mjög rúm, og hefur ýmis merkileg ný-
mæli, svo sem um stóraukið verknám skólans.
Allir kannast við sögurnar um eftir-
lætis- og olnbogabörnin, sögurnar um
Ásu, Signýju og Helgu. Ása og Signý
voru eftirlætisdætur foreldra sinna,
og allt var látið eftir þeim. Þær þurftu
ekkert að vinna eða á sig að leggja
nema jrað, sem þeim gott þótti, og
þær fengu jafnan góðan mat og skraut-
leg klæði til þess að ganga í, og for-
eldrar þeirra gerðu sér vonir um, að