Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 12
6
HEIMILI OG SKÓLI
„Guð hlýtur að hafa miklar mætur
á miðlungsmönnum, hann skapar svo
mikið af slíkum mönnum". Þessi orð
eru höfð eftir Abraham Lincoln eins
og fleira spaklegt. Ef við lítum í kring-
um okkur í skólunum, verðum við að
viðurkenna, að mikið er til í þessum
orðum. Þar liggur allur fjöldinn af
börnum á meðallaginu eða öðru hvoru
megin við það. Nokkru ofan við
meðallagið liggur svo dálítill hópur
gáfuðu barnanna, en nokkru neðan
við það liggur svo sveit hinna treggáf-
uðu. Miðlungsbörnin og gáfuðu börn-
in una sér yfirleitt vel í skólunum, eru
flest áhugasöm við námið og ná annað
hvort góðum eða sæmilegum árangri.
Meðal þessara barna eru fá vandamál
og flest auðleyst, ef heimili og skólar
gera skyldu sína. En þá er eftir þriðj i
hópurinn.
Þegar foreldrar ræða við kennara
eða skólastjóra, bera tvö orð oftast á
góma: áhugaleysi og leti. Þó að þetta
sé kannski ekki réttu heitin á þessu
fyrirbrigði, er það samt víst, að þarna
ánugaleysi
kreppir sannarlega skórinn að heimil-
um og skólum. Hvernig á að fara að
því að vekja áhuga nemandans á nám-
inu? Sennilega er þetta eitthvað bund-
ið við persónuleik kennarans, hvernig
honum tekst að halda námsáhuganum
vakandi hjá nemendum sínum. Þar
hefur einn kannski eitthvað sérstakt
fram yfir annan. Hinn glaði og upp-
örfandi kennari stendur þarna miklu
betur að vígi en hinn hátíðlegi og al-
varlegi kennari, sem tekur sér þungt
getuleysi nemanda sinna. En í aðal-
atriðum er þetta þó enginn leyndar-
dómur. Og kennarar búa þarna yfir-
leitt ekki yfir neinum töfrum. Leynd-
ardómurinn um áhugann eða áhuga-
leysi barnanna felst fyrst og fremst í
getu eða getuleysi þeirra. Þetta ætti
öllum að vera ljóst, en hitt er kannski
síður ljóst — bæði foreldrum og kenn-
urum, að ekkert barn getur haft áhuga
á námi nema verkefnið sé i samræmi
við þroska þess. Þetta er leyndardóm-
ur námsáhugans í hnotskurn. En jafn-
vel þótt okkur sé þetta ljóst er svo
process). Það gefur auga leið, hvaða
þýðingu það hefur fyrir lestrarnám
drengs, sem er verulega á eftir í al-
mennum heildarþroska, þegar þar við
bætist þroskamunur kynjanna á ein-
stökum sviðum, sem nefnd voru að
framan og gera má ráð fyrir að sé að
sama skapi meiri sem almennur heild-
arþroski er lakari miðað við aldur.
Mistökin við námið skapa svo að venju
vitahring, sem grípur strekt inn í til-
finninga- og félagsþroska barnsins.
Eg hygg, að þessu þroskamisræmi
kynjanna á einstökum sviðum hafi
ekki verið nægur gaumur gefinn af
skólamönnum, en tími til kominn að
það verði gert.
Staddur í Oslo jan. 1961.
Jónas Pálsson.