Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 15 var það hún, sem ég dansaði við, þeg- ar ég datt á gólfið? En maðurinn, sem sagði áðan við mig: „En hvað það er gaman að sjá þig aftur, Nathan.“ Var það hann, sem ég hafði hvatt til að koma út og berjast við mig? Öll þessi óvissa og óttinn við að menn myndu líta niður á mig, varð til þess að köld- um svita sló út um mig allan. Atti þetta kannski að leiða til þess, að ég, þrátt fyrir óbifanlegan ásetning leit- aði aftur á náðir flöskunnar? Á meðan ég stóð þarna á salargólfinu með kald- an svita á enninu, kom frúin beina leið til mín og mælti: „Ég hef hérna nokkuð handa þér, Nathan, alveg sér- staklega.“ Hún brosti um leið, elsku- legu, hlýju brosi, og fékk mér um leið glas með eplasafti. Allir hinir drukku „kokteil“ úr litlum og þunnum glös- um. Eitt af því marga og góða, sem fylg- ir því að vera læknaður drykkjumað- ur, er alúðin og hlýjan, sem hann mæt- ir hvarvetna. í þessu fyrsta samkvæmi, sem ég hafði kviðið svo fyrir, lifði ég eins konar lausnarstund. Ég öðlaðist þá kjark til að ræða um það liðna og sagði við frú eina, sem ég þóttist þekkja vel: „Ég á svo ákaflega erfitt að muna nokkuð frá ,þessum tímum‘.“ „Eitt af því er kannski það, þegar þér kveiktuð í hári mínu, er þér ætl- uðuð að kveikja fyrir mig í sígarettu,“ sagði hún. „En það gerði nú ekkert til. Hár mitt varð aðeins kröftugra á eftir, og auk þess var þetta gert af góð- um hug,“ bætti hún við. Ég drakk mest, þegar ég fékk leyfi frá herþjónustunni. En þegar ég, eftir stríðið, hóf aftur starf mitt við sjúkra- húsið, var þetta þó ekkert sérstakt vandamál fyrir mig í fyrstu. Ég hag- aði drykkjutúrum mínum svo, að ég o;at sinnt kennslutímum mínum 02; o o mikilvægum rannsóknum, og þar urðu því litlir árekstrar. En ég vissi það vel sjálfur, að ég var ekki fær um að taka að mér einkasjúklinga, og fyrir það skammaðist ég mín innilega. Þegar ég dag nokkurn, gerði mér ljósa þessa staðreynd, varð mér einnig ljóst, að ég var sjúkur og þarfnaðist hjálpar. Og þegar drykkjumaður auðmýkir sig til að biðja um hjálp, er von um að vanda- rnálið verði leyst. Þeir menn, sem eiga tiltölulega auðvelt með að halda áfengisneyzlu sinni innan nokkuð ákveðinna tak- marka, geta t. d. ráðið því, hvort glös- in eru tvö eða þrjú, eiga erfitt með að skilja drykkjumenn. Við verðum að viðurkenna þá staðreynd, að frá þeirri stund er við hættum að drekka, og um alla framtíð — verður hin allra minnsta áfengisneyzla til þess að koma aftur af stað keðjubundnum drykkju- skap, en honum fylgja helvítiskvalir. Góðir vinir mínir koma til mín og segja: „Ég veit, að þú mátt ekki drekka brennivín, en sjáðu, hérna er sherry.“ — Eða: „Jæja, komdn nú — eitt staup sakar þó ekki. Og dóttir mín á afmæli í dag.“ Ég vil ógjarnan særa tilfinning- ar þessara vina minna, en ég veit af biturri reynslu nákvæmlega, hvað ger- ist, ef ég aðeins þefa af þessum drykkj- um. Auðvitað myndi þetta bragðast for- kunnar vel. Og ég myndi ekki eiga erfitt með að nerna staðar við þetta eina staup — nú. — En einhvern tíma næstu nótt myndi ég vakna við óslökkv-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.