Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 22
16 HEIMILI OG SKÓLI andi löngun í brennivín. Ég myndi liggja í rúminu og berjast við sjálfan mig á meðan ég heyri mínúturnar og klukkustundirnar líða lijá. Eitt glas myndi nægja mér til að vinna bug á óttanum og svæfa mig eins og lítið saklaust barn. Mér myndi auk þess líða ágætlega næsta morgun. En þegar ég vakna ncestu nótt myndi ég þurfa tvö glös — kannski fjögur — til að ná sama árangri. Jafnvel þótt maður hafi getað hark- að af sér hina fyrstu nótt án þess að láta undan sjálfum sér, mun hins veg- inn svo fara, þegar einhver býður manni næsta skipti glas af „sherry“, að svarið verður hiklaust þetta: „Já, hvers vegna ekki? Nú er ég búinn að sanna það, að ég get haft vald á þess- ari ástríðu.“ En næsta nótt þessa manns mun verða enn kvalafyllri en sú fyrri. Læknaður ofdrykkjumaður hefur full- komna ástæðu til að óttast, jafnvel dropa af áfengi, sem hann lætur inn fyrir varir sínar. Að hætta að drekka, en umgangast samt fólk, sem hefur áfengi um hönd, og jafnvel þótt það geri það ekki, er ekki alltaf auðvelt. Gerum nú ráð fyr- ír, að einhver vinur minn segi við sjálfan sig: „Nú ætla ég að bjóða þess- um vesalings fyrrverandi drykkju- manni til miðdegisverðar, en til þess að gera þetta allt auðvelt fyrir hann, ætla ég að hafa allt áfengi undir loku og lás.“ Og svo gerist þetta. — Gest- gjafarnir og gestirnir sitja við borðið og dreypa á sódavatni og eplasaft og reyna árangurslaust að halda uppi samræðum. Mér hefur liðið hræðilega í slíkum samkvæmum, því að mér hef- ur verið það ljóst, að það var mér að kenna að samkvæmið fór út um þúfur. Oft erum við, fyrrverandi drykkju- menn, haldnir eins konar tómleika og einmanakennd, þegar við horfum á eftir vinum okkar inn í annan heim í þessum heimi, en þangað getum við ekki fylgt þeim. Segjum nú svo að ég sé í samkvæmi, þar sem hjá mér stendur glæsileg kona með vínglas í hendinni. Við höfum tekið upp ákaf- ar samræður um eitthvert efni, sem okkur hentar vel. Svo er gengið um og hellt í staupin á ný. Hún fær sér annað staup. Og samtal okkar verður enn ákafara. Skömmu síðar er enn bætt í staupin, en þá hverfur hin glæsilega kona augum mínum hægt og hægt, ekki líkami hennar. Hún stend- ur þarna enn og er alltaf lík sjálfri sér, en hún hverfur mér inn í einhvern móðukenndan heim, langt, langt í burtu. Henni finnst samtal okkar alltaf verða gáfulegra og dýpra. En fyrir mér verður sambandið við þessa félagssyst- ur mína rofið að eilífu. Ég finn til eins konar sársauka eins og þetta væri persónulegur ósigur minn. Enn þá verra er þetta þó, þegar ég hitti gamlan vin, og við komumst svo að því, að við erum ókunnugir, hvor fyrir öðrum. Astæðan til þess sársauka, sem fyrrverandi drykkjumaður finn- ur til, þegar lrann sér gamla vini drukkna, er sú, að lækningin, sem hann sjálfur hefur fengið, er dásamleg- asta staðreyndin, sem hann hefur nokkru sinni lifað. Heimurinn og líf- ið eru nú fegurri en nokkru sinni áð- ur. Hæfileikinn til að hugsa, tala og breyta allsgáður og að yfirveguðu ráði, að vita alltaf nákvæmlega, hvað mað- ur gerir hverju sinni. Það finnst slík-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.