Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI
7
langt frá því, að við lifum eftir þessari
vitneskju og kemur þar margt til
greina, sem erfitt er við að eiga. Kem-
ur þar meðal annars til að í námsskrá
er öllum í sama aldursflokki ætlað
sama námsefni. Fram lijá þessu hefur
þó verið reynt að fara á ýmsan hátt.
Það hefur oft verið reynt að láta eina
deild í árganginum hafa minna og
léttara námsefni en aðrar og meir í
samræmi við þroska þeirra, en þá hafa
alltaf komið einhverjir óánægðir for-
eldrar og spurt: „Hvers vegna er dreng
urinn rninn eða stúlkan mín ekki lát-
in læra þetta eða hitt. Drengur í næsta
húsi, sem er á sama aldri, er farinn að
læra þetta. Hann er farinn að reikna
tugabrot og brot, en minn drengur er
enn að hjakka í einskonartölum?“ —
Þetta var allt rétt. En hverju á að svara
svona aðfinnslum án þess að særa?
Fjöldamörgum foreldrum er það
ekki ljóst, vegna þess að þeir hafa eng-
an samanburð, að drengurinn þeirra
eða stúlkan er lengra eða skemmra á
eftir jafnöldrum sínum að þroska, og
þá auðvitað að námsgetu.
Á íslandi þykir það eitt mesta
skammaryrði að vera talinn heimskur.
Það hefur fengið á sig svo niðrandi
merkingu eins og tossanafnið, að þeim
orðum ætti að útrýma úr skólamáli.
En því miður eru það einmitt margir
foreldrar, sem halda við tossanafninu,
með því að hóta börnum sínum því
seint og snemma, að þau fari í tossa-
bekk, ef þau séu ekki viljug að læra,
en gæta þess ekki, að þau eru oft að
krefjast þess ómögulega.
Menn verða að gera sér það ljóst, að
það gefur sér enginn gáfurnar sjálfur:
Það er því engin ástæða til að skamm-
ast sín fyrir litlar gáfur, t. d. námsgáf-
ur, og enginn ætti heldur að ofmetnast
yfir miklum gáfum, sem raunar mun
miklu sjaldgæfara. Það er því nærri
glæpsamlegt að ala á vanmáttarkennd
barna og unglinga með því að brýna
þau á þroskaleysi þeirra og getuleysi
við nám. Það er að rækta með þeim
vanmáttarkenndina, sem gerir öll slík
börn óhamingjusöm stundum langt
fram í tímann.
Á meðan skólar okkar eru ekki
orðnir svo fullkomnir að hægt sé að
láta hvern nemanda glíma við náms-
efni, sem hæfir þroska hans, og það
verður líklega nokkuð langt þangað
til, verðum við að umgangast hina
seinþroska nemendur með víðsýni,
umburðarlyndi, nærgætni og kærleika,
svo að þeir hverfi ekki út í lífið
með ógróið sár í sál sinni. Þetta gætu
orðið nokkur smyrsl, sem drægju úr
sviða vanmáttarkenndarinnar. — Og
svo er það þessi eilífi samanburður
með prófunum, sem að minnsta kosti,
af almennum mannúðarástæðum, ætti
að hverfa að mestu, nema við loka-
próf. Próf geta aldrei vakið áhuga hjá
tornæmum börnum. Þau geta ýtt und-
ir metnað duglegu barnanna. Það von-
litla kapp, sem jafnvel seinþröska
börnin sýna fyrir próf, á ekkert skylt
við áhuga. Það er örvæntingarfull til-
raun til að sökkva ekki.
Námsáhugi fæst aldrei með hjálp
neinnar töfraformúlu. Hann er að ein-
hverju leyti bundinn við persónuleik
kennarans, mannskilning hans og
áhuga hans sjálfs, en hann byggist þó
fyrst og fremst á því, að nemandanum
sé aldrei fengið þyngra verkefni en
hann rœður sœmilega við. H. }. M.