Heimili og skóli - 01.02.1961, Blaðsíða 28
99
HEIMILI OG SKÓLI
LOKUÐU DYRNAR
— Úr kennslustofunni —
Það var kennslustund í náttúru-
fræði. Kennarinn hafði teiknað stóra
mynd af sóley á skólatöfluna og var að
útskýra fyrir börnunum, hvernig blóm-
ið væri saman sett. Hann reyndi að
gera þeim skiljanlegt, hvernig aldinið
yrði til og fræin, sem féllu í moldina
og geymdust þar allan veturinn. En
með vorinu tækju þau að spíra og nýj-
ar sóleyjar yxu upp af þeim. Svona
væri því háttað mel flest allar jurtir og
blóm, sem þau þekktu.
Börnin tóku vel eftir og reyndu að
fylgjast sem bezt með. Sum vildu fá að
vita meira og einn drengurinn spurði:
„Er þá ekki hægt að búa til fræ,
t. d. rófufræ?"
Nei, kennarinn fullyrti, að það gæti
enginn maður, hve lærður sem hann
væri. Það væri að vísu hægt að búa til
korn, sem væri alveg eins og fræ að
ytra útliti, en engin jurt gæti sprottið
upp af því. Og kennarinn fór að verða
skáldlegur eins og hann væri að halda
ræðu:
„Það er lífið sjálft, sem dylst í fræ-
inu, sem enginn maður getur skýrt né
skilið. Mennirnir geta margt og skilja
mikið. Þeir geta byggt stórkostleg
mannvirki og smíðað margs konar vél-
ar og undratæki. En lífsaflið í litlu
fræi geta þeir hvorki búið til né skilið.
— Það er eins og við komum þar að
lokuðum dyrum.“
Börnin sátu hljóðlát og hugsandi á
svipinn. Kennarinn leit yfir hópinn og
honum fannst, að sér hefði tekizt vel
upp. Þá rétti lítil stúlka upp hendina
og sagði feimin og undirleit:
„Er Guð þá ekki hinum megin við
dyrnar?“
Kennarann setti hljóðan. Hann fann
spyrjandi barnsaugu hvíla á sér, full
af einlægni og trúnaðartrausti. — Æ,
hvar var nú öll mælskan hans og fróð-
leikurinn? — Og hann svaraði aðeins:
„Jú, börnin mín. Hann er þar.“
F- J-
Athygli kaupenda skal vakin á því, að af-
greiðslumannaskipti hafa orðið við ritið um
þessi áramót. Arni Björnsson kennari hættir,
en við tekur Guðvin Gunnlaugsson, kennari,
Vanabyggð 9, Akureyri, og ber kaupendum
að snúa sér til hans með allt varðandi af-
greiðslu og innheimtu ritsins.
/ stundahléi
á kennarastofunni.