Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Side 7
5
einstaklinganna, en það verður aftur á móti ekki gert nema
með bættu starfsuppeldi. Skólinn verður því að líta á skjól-
stæðinga sína, — börnin, — sem lifandi hluta af lifandi
heild, — þjóðfélaginu, — og stefna í starfi sínu að því
lokamarki, að skapa hér á jörðu hið fullkomna menningar-
samfélag mannanna.
Hver er vegurinn?
Leiðirnar að þessu lokamarki eru vafalaust margar. Hve
mörg eru ekki uppeldis- og skólakerfin, sem borin hafa
verið fram? Hve margar eru ekki tegundir „nýrra skóla“,
sem séð hafa dagsins ljós?
Ég hefi átt kost á, að ræða skólamál og skólastefnur við
kennara og skólamenn ýmissa þjóða, menn, sem „játuðu“
hinar sundurleitustu skoðanir og kerfi, eða voru játninga-
lausir með öllu. En þrátt fyrir allt, sem þeim bar á milli,
hygg ég, að þeir allir, eða allflestir, hafi þó í rauninni stefnt
að sama marki, því lokamarki, sem áður getur.
Æfintýri Andersens um klukkuna í skóginum endurtekur
sig hér.
Það er aðeins fáum gefið, að skynja markið og skilja eöli
þess svo vel, að þeir geti gert aðra þátttakandi í reynslu
sinni. Sá maður, sem ég hygg, að hafi komist nær hinum
fullkomna skilningi á hlutverki uppeldis og skóla, en flestir
aðrir, er „vitringurinn með barnshjartað“, Heinrich Pesta-
lozzi. Allt ævistarf hans og rit bera þessu vitni. En kjarn-
inn í boðskap hans er sá, að uppeldið skuli framar öllu
öðru efla með barninu hinn siðræna starfsþroska, en meg-
inþættir þeir, sem hann er gerður af, eru: hlutlægni
(Objektivitet) í hugsun og starfi, sannleiksást, ábyrgðar-
tilfinning og kærleikur til starfsins og kærleikur til ná-
ungans.
Þessar eigindir, hver fyrir sig og allar saman, eru nauð-
synleg undirstaða að farsælum árangri sérhvers þjóðnýts