Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Síða 9

Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Síða 9
7 gerir að fiski o. s. frv. ESa sonur iðnaöarmannsins, sem elst að hálfu upp í vinnustofu föður síns, eða telpan, sem vinnur með móður sinni að heimilisstörfunum, þvær upp leirinn, sópar, hreinsar og fágar allt og aðstoðar við mats- eld. Öll þessi börn öðlast starfsþroska sinn í viðskiptum sínum við hið áþreifanlega, nánasta umhverfi sitt. Þátttaka íslenzkra barna, áður fyrr, í störfum fullorðna fólksins, átti vafalaust mikinn, ef ekki mestan þátt í sköp- un og viðhaldi ísl. alþýðumenningar. Um þetta efni hefir Dr. phil. Holger Kjær ritað margt athyglisvert í bók sinni „Kampen om Hjemmet.“ „Menn verða alltaf nógu snemma fjölfróðir, ef þeir læra að afla sér sannrar þekkingar, en sönn þekking fæst aldrei, nema byrjað sé á því, sem næst er, heima hjá sér við starfið", segir Pestalozzi. (Þýð.: G. Finnb.).*) Þessar skoðanir, sem reynsla mannkynsins hefir stað- fest, hafa nú einnig hlotið vísindalegan rökstuðning frá barnasálarfræðingum nútímans. Má um það efni m. a. vísa til Bcirnasálarfrœði próf. Charlotte Búhler, sem út kom árið 1939 í íslenzkri þýðingu Ármanns Halldórssonar skóla- stjóra. Hvað má af þessu lœra? Reynsla sú, sem hér hefir verið rædd, og rök barnasál- arfræðinnar, eru mjög lærdómsrík fyrir mat okkar á þroskagildi hins verklega náms. Bendir hvorttveggja til þess, að svo máttugt geti verklega námið verið. að það eitt nægi til að veita barninu þann siðræna starfsþroska, sem er nauðsynlegur undirbúningur að æfistarfi þess. En ef þetta er rétt, er það vissulega ómaksins vert, að kennarar geri sér grein fyrir því, í hverju töfrar þessir séu fólgnir. »)„ Man kommt immer frúh genug zum Vielwissen, wenn man lernt recht wissen, und recht wissen lernt man nie, wenn man nicht in der Náhe, bei den Seinigen und bei dem Tun anfángt".

x

Smárit Handíðaskólans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Smárit Handíðaskólans
https://timarit.is/publication/1881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.