Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Page 16

Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Page 16
14 ekkert „hér um bil“ leyfilegt. En föndur getur náð tilgangi sínum þótt þessum skilyrðum sé ekki fullnægt til hins ítrasta. — — Af þessum ástæðum öllum, sem nú hafa verið nefndar, og enn fleiri, sem ekki skulu raktar hér, ber að skipa verk- lega náminu á bekk með höfuðnámsgreinum skólans og kenna verklegar námsgreinar sem sjálfstæðar sérgreinar. Engu að síður er hægt, og raunar æskilegt, að hafa samvinnu milli verklegu greinanna og annara námsgreina skólans. (Srníði — teikning og reikningur; garðyrkja — náttúrufræði; handavinna telpna — teikning o. s. frv.) En til þess að verklega kennslan sé framkvæmanleg og nái tilgangi sínum verður að búa skólana betur úr garði en nú er almennt. Jafnvel það er þó ekki einhlítt. Hin full- komnasta vinnustofa er harla lítils virði, nema undir stjórn og leiðsögn hæfra kennara. Ber þvi að leggja meginaherzlu á menntun kennaraefnanna. Að lokum vil ég leyfa mér að tilfæra eftirfarandi kafla úr erindi, sem ég flutti 1938 um verklega menntun barna og unglinga og sent var Alþingi, ásamt tillögum um þau efni: „í öllum barnaskólum vorum er nauðsynlegt að auka mjög verklega námið, bæði fyrir pilta og stúlkur. Enginn barnaskóli má án vera góðrar vinnustofu eða — stofa. Sérhver barnaskóli í kaupstað þarf að eignast sinn skóla- garð, þar sem börnin fái lært undirstöðuatriði garðræktar. í sveitum eiga börnin að koma sér upp görðum heima hjá sér, en kennarar skólanna og sérstakir ráðunautar, leið- beina um ræktun þeirra. M. ö. o.: í barnaskólunum ber að leggja undirstöðuna að vinnuuppeldi barnanna. Verði nauð- synlegt, þessa vegna, að draga úr einhverju öðru, sem nú er veitt, verður það að ganga út yfir það í hinu bóklega námi, sem minna er um vert, — og það er eigi fátt.“

x

Smárit Handíðaskólans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smárit Handíðaskólans
https://timarit.is/publication/1881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.