Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 3
LÆ KNANEMINN
tJtg. Fél. Læknanema Háskóla Islands.
Reykjavík, október 1960
3. tbl., 13. árg.
Bergþóra Sigurðardóttir, cand. med. et. chir.
Um veirur og krabhamein.
Sú hugmynd, að veirur eigi þátt
í myndun krabbameins, er engan
veginn ný. Frakkinn Borrel setti
fram þá tilgátu þegar á árinu 1903,
en hún naut þá lítilla vinsælda.
Fyrstu krabbameinin, sem sann-
að var að orsökuðust af veirum,
voru ýmis hænsnakrabbamein.
Þannig tókst Peyton Rous árið
1911 að sýkja kjúklinga með
frumu- og bakteríufríu síi úr
hænsnasarkmeini, sem síðan er
við hann kennt. Reyndar höfðu
Ellermann og Bang árið 1908
sannað, að leukosis í hænsnum or-
sakaðist af veiru, en á þeim tíma
var ekki almennt litið á þann sjúk-
dóm sem krabbamein.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður,
þótti sú tilgáta, að veirur yllu
krabbameini, langsótt, enda mis-
heppnuðust flestar tilraunir, sem
gerðar voru á þeim grundvelli. Þó
fundust í hænsnum fleiri sarkmein,
sem orsökuðust af veirum og um
1930 voru þau orðin 18. Var al-
mennt litið svo á, að þetta væri
einstakt fyrirbrigði, bundið við
hænsni. Stóð svo til ársins 1933
er Shope einangraði veiru úr
þekjufrumuæxli í kanínum, og
1936 fannst svo kallaður ,,milk-
factor“ í músum, og um líkt leyti
veira, er veldur nýrnakrabba í
froskum.
Þótt líkurnar fyrir því, að
krabbamein í fleiri dýrategundum
orsökuðust af veirum, ykjust, var
enn töluverð tregða í þessum rann-
sóknum, og verulegt fjör komst
ekki í þær fyrr en eftir 1951, er
Ludwik Gross fann veiru, er olli
hvítblæði í músum, og í kjölfar
þess fannst 1958 svokölluð Ste-
wart-Eddy polyoma veira, sem
eftir ræktun í vefjagróðri veldur
margs konar æxlum í músum.
Leukosis í hænsnum..
Eins og áður er sagt, var leu-
kosis í hænsnum fyrsta krabba-
meinið, sem sýnt var fram á, að
orsakaðist af veiru. Síðar kom
reyndar í ljós, að um marga sjúk-
dóma er að ræða, hvern með sín-
um einkennum og orsakast af
mismunandi veirum. Verður hér
aðallega rætt um svokallaða
visceral lymphomatosis, sem ein-
kennist af offjölgun á vanþroska,
hvítum blóðkornum, sem setjast
að í lifur. lungum, milta og fleiri
líffærum. Er þessi sjúkdómur ein-
stakur í sinni röð, sem krabba-
mein. Hefur komið í ljós, að hann