Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Page 4

Læknaneminn - 01.10.1960, Page 4
LÆKNANEMINN 4 er smitandi í náttúrunni og til- raunir á rannsóknarstofum hafa staðfest það. Um smitun er það að segja, að þar sem heilbrigðir kjúklingar umgangast sýkta, veikist stór hluti þeirra mismunandi í ólíkum hópum allt frá 5—70%. Kjúkling- arnir voru næmari, því yngri sem þeir voru og eftir þrjá mánuði var sýkingarhætta lítil. Það var einn- ig athyglisvert og sameiginlegt með mörgum öðrum æxlisveirum, að kjúklingarnir veiktust ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir sýkingu. Erfðir höfðu og mikil áhrif á næmi kjúklinganna fyrir sýkingu með veirunni, en það er ekkert einsdæmi um krabbaveir- ur. Hefur veiran fundizt bæði í munnvatni og saur sýktra kjúkl- inga, sem bendir til að þeir geti smitast með vatni og mat, þar sem þeir eru margir saman. Hins veg- ar fengu kjúklingar, sem ungað hafði verið út í útungunarvél og aldrei umgeng'izt sjúk hænsni einnig leukosis. Þetta varð til þess að athugað var, hvort veiran gæti borizt með egginu, og tókst að einangra veiru úr lifur frá hænu- fóstri. Þetta þótti vissulega mjög athyglisvert og var fylgt nánar eftir. Kom þá í ljós, að veiran gat borist frá kyni til kyns án nokk- urra sjúkdómseinkenna í hænsn- unum. Virðist sem smit með þess- ari veiru, sé oftast hulið (latent), það er að segja fuglinn getur út- skilið veiruna í eggjum, munn- vatni og saur án þess að veikjast, enda hefur hann þá mótefni gagn- vart veirunni í blóðinu. Þótt þetta sé gömul veira á rannsóknarstofum, hafa nýjar aðferðir verið notaðar við rann- sóknir á henni. Hefur nú tekizt að rækta hana í frumugróðri úr kjúklingafóstrum og einnig anda- fóstrum, en hins vegar ekki í frumum úr spendýrum. Veldur veiran greinilega lymphomatosis eftir ídælingu í kjúklinga og veiran er í vefjagróðri neutraliz- eruð af antisera móti lymphoma- tosis og öðrum leukosum, en ekki af sera úr heilbrigðum hænsnum eða antisera gegn heibrigðum hænufóstrum. Rous-sarcoma. Þótt hálf öld sé liðin síðan veir- an, sem veldur Rous-sarkmeininu fannst, nýtur hún stöðugt vax- andi athygli og unnið er með hana á fjölmörgum ransóknar- stofum. Hún hefur ýmsa kosti sem krabbaveira t. d. er meðgöngu- tíminn aðeins örfáir dagar. Sýnt hefur verið fram á, að veiran dreifist um líkamann á fyrstu dögum eftir ídælingu, en æxlið kemur hins vegar alltaf fram á ídælingarstað. Aldur kjúklinganna hefur mik- ið að segja í sambandi við við- brögð þeirra gagnvart veirunni. Þannig fá mjög ungir kjúklingar ekki æxli, heldur blæðingar víðs- vegar um æðakerfið og innihalda þær mikið veirumagn. í eldri kjúklingum myndast hins vegar æxli og meira veirumagn þarf til að valda æxli í fullorðnum hænsn- um en kjúklingum. Tilhneigingin til æxlismyndunar, tíminn þangað til æxlið kemur fram, vaxtarhraði æxlisins, magn- ið af veiru í æxlinu og tíminn, sem það tekur að gera út af við kjúkl- inginn, er allt í beinu hlutfalli við veirufjöldann, sem upphaflega var dælt í kjúklinginn. Getur ver- ið mjög erfitt og jafnvel ómögu- legt með þeirri tækni, sem nú er

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.