Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Síða 8

Læknaneminn - 01.10.1960, Síða 8
8 LÆKN ANEMINN fundizt veirulaga agnir, um 270 npi að stærð, en mikið er óunnið á því sviði. Enn virðist lítið til frásagna af veirum í sambandi við æxli í mönnum. Með rafeindasjá og vef ja- ræktun eru komin tæki, sem jafnt er hægt að beita við menn og dýr. Dmochowski hefur lýst veiruleg- um ögnum í eitlum frá acut lymphatiskri leukemiu og einnig myeloid leukemiu. Ekki þarf að efa, að mikið er nú unnið með krabbamein á þessum grundvelli. Á því stigi, sem rannsóknir á Rous-sarkmeini í vefjagróðri eru, virðist mikils mega vænta um það, hvað það er, sem skeður með frum- unni, þegar hún verður illkynja. Þær æxlisveirur, sem þegar eru fundnar, virðast ekki í neinum grundvallaratriðum frábrugðnar veirum, sem valda annars konar sjúkdómum, né heldur eru þau æxli, sem vitað er að veirur valda, frábrugðin öðrum krabbameinum. Þeir tímar eru nú næstum liðnir, að sá, sem skila þóttist jákvæðum árangri á þessu sviði, væri annað- hvort sagður hafa lausa skrúfu eða leka síu. Helztu heimildarrit. Andervont, H. B., 1959: Problems concerning the tumor viruses, í The Viruses eftir Burnet og Stanley, Vol. III. Beard, J. W., 1957: Etiology of Avian Leucosís. Ann. N. Y. Acad. of Sci. 1958: Viruses as a Cause of Cancer. Am. Scientist, 46, 226—254. — — 1959: Viral Tumors in Cancer Research. Beard, J. W., Sharp, D. G. and Eckert, E. A., 1955: Tumor Viruses. Adv. in Virus Research, 3, 149—197. Burmester, B. R., 1957: Routes of natural Infection in Avian Lymphomatosis. Annual N. Y. Acad. of Sci. Dmochowski, L.: Viruses and Tumors. Bacteriological Reviews, vol 23, no. 1. — 1960: Viruses and Tumors in the Light of Electronic Microscopie Studies. Cancer Research 20, 7. Eddy, B. E., Stewart, S. E., Berkeley, W., 1958: Proc. Soc. Exptl Biol. Med. 98, 848—851. Gross, L., 1951: Proc. Soc. Exptl. Biol. Med. 78, 343—348. 1953: Proc. Soc. Exptl. Biol. Med. 83, 414—421. — — 1958: Review of Cancer Research, 18, 371—381. — 1959: Proc. Soc. Exptl. Biol. Med., 100, 102—105. Oberling, C. and Guérin, M. 1954: Advances in Cancer Research, 2, 353—423. Stewart, S. E. and Eddy, B. E., 1958: Journ. Natl. Cancer Inst. 20, 1223—1236. — — — — 1959 :Perspectives in Virology, 245—255. Knt fil samkeppni Ritstjórn Læknanemans hefur ákveðið að efna, til samkeppni um merki fyrir félag okkar. Ekkert félag getur verið án félagsmerkis, sízt jafnmerkilegt félag og okkar. Ákveðið er að verðlauna það merki, sem valið verður. Dóm- nefndin verður skipuð stjórn fé- lagsins og ritstjórn blaðsins. TJtlit merkisins er algerlega gefið frjálst. Þess skal getið hér, að heiti félagsins er Félag Læknanema. Tillögur skulu merktar dulnefni, en nafn tillöguhöfundar skal fylgja í lokuðu umslagi. Tillögur skulu hafa borizt fyrir 31. janúar 1961, og skulu þær sendar Páli Ásmundssyni, Birkimel 10,

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.