Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Side 9

Læknaneminn - 01.10.1960, Side 9
LÆKNANEMINN 9 Heilrœði Hoffmanns. Friedrich Hoffmann var læknir nefndur og lifði frá 1660—1742. Hann var prófessor við háskólann í Halle, og er hann þekktastur fyrir þá ágætu dropa, sem við hann eru kenndir. Hoffmann reit bók, sem ber nafnið Medicus Politicus. Ritið er kryddað kristilegum athugasemdum, en hefur og að geyma býsna verald- leg heilræði læknum til handa, svo sem eftirfarandi kafli ber með sér. Læknir skal kristinn vera, brjóstgóður og mannlegur. Hann skal vera auðmjúkur, enda hlýtur hans starfi hann í hæsta máta auðmjúkan að gera, þá íhugað er, hve vesæll mannskepnunnar líkami er, og hversu hún í heim- inn kemur „nascitur inter stercus et urinam“. Tiil þess að vera góður læknir, skal hann fyrst og fremst æfast í hinni praktisku klinik, „því að margt er það í raun, sem hvorki er unnt að segja né skrifa.“ Enn skal læknir vera vel heima í lyfjafræði og lyfjanna verðlagn- ing, svo að lyfsalarnir geti hann eigi prettað. Lyfin má hann aldrei sjálfur tilreiða, því að ella mundi auðvelt að skella á hann skuldinni, ef hinn sjúki sálaðist. Þá ábyrgð ber að leggja á lyfsalann. Margt má af kirurgum nema, og því skyldi maður eigi algjör- lega foragta umgengni við þá, sér- lega ekki í framandi löndum, hvar maður frekar en heima getur lagzt svo lágt. I sínum starfa skyldi sér- hver læknir kurteis við kirurginn og aldrei niðurlægja hann í sjúk- lingsins áheyrn, því að vís er hann til að hefna sín þá færi gefst. Eigi skyldu menn leita 'viður-' kenningar of snemma, því þá menn komnir eru í vellaunaðan starfa, veitist létt að svíkja vísindin og gefa sig að holdsins nautnum. Eigi skyldi neinn læknir of snemma kvænast, nema því fylgi sérlegt hagræði, því að kvinnan og henni fylgjandi húshald upp- taka helming þess tíma, er ella skyldi til lærdóms varið. Læknirinn skal ætíð vera til reiðu á degi sem nóttu. Hann skal fara jafnskjótt og á hann er kall- að, og eigi gefa sér tóm til áður að íklæðast skartklæðum. Sérlega gildir að hraða sér þá um ræðir heilablóðfall eður köfnunarköst og svo þá háttaktaðar persónur verða krankar. Hins vegar skyldi eigi skunda um of þá engin hætta er á ferðum, svo eigi sýnist maður of ákafur eftir þénustunni. Þær rannsóknir, sem honum hugnast eigi, t. d. á fæces, má læknirinn engan veginn forðast, í ölu falli ekki, ef um ræðir göfugar eður háttsettar persónur. Aftur á móti má hann hjá alþýðunni láta sér nægja að hlýða á það, sem aðrir honum þar um fortelja. Sérlegum erfiðleikum valda þær manneskjur, er lærðar eru af lækniskúnstarlegum bókum. Við þær verður að ræða hið aðsteðj- andi vandamál og gefa upp ástæð- ur fyrir sinni meðhöndlan, hvað oftlega reynist býsna erfitt. Hins- um fávísu vísar maður hins vegar á bug með slíkum talsmáta sem: Ventriculus est depravatus, hepar est obstructum, sanguis est

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.