Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Side 13

Læknaneminn - 01.10.1960, Side 13
LÆKNANEMINN 13 vetur. Þessa viku kynntist ég nokkuð daglegum praxis héraðs- læknis í kaupstað, (ca 1400 íbúar), og eftir þau kynni heillar slík vinna mig ekki. Læknirinn á aldrei örugga frístund, og fólkið sýnir honum hið megnasta tillits- leysi og ónáðar hann út af fá- fengilegustu atriðum á ólíklegustu tímum og sækir hann til lítið veikra sjúklinga seint á kvöldin og jafnvel um nætur. Mikinn hluta dagsins vinnur hann svo á stof- unni, en þangað koma mest sömu sjúklingarnir aftur og aftur til að fá sínar sprautur, mixtúrur og pillur. Vinnan á sjúkrahúsinu var nán- ast þessi: Morgunninn hófst á stofugangi með yfirlækninum. Fylgdu þá athuganir á röntgen- myndum og öðrum rannsóknar- niðurstöðum, skiptingar, ordina- tionir o. s. frv. Þá komu operation- ir, reyndar ekki daglega. Svæfði ég þá sjúklingana, sem svæfðir voru, en assisteraði við þær að- gerðir, sem gerðar voru í local deyfingu. Seinni hluta dagsins framkvæmdi ég ordinationir og sinnti sjúklingum það ég kunni, fór bá oft einn á stofugang, tók á móti nýjum sjúklingum og skrif- aði joumala. Óft fór svo talsverð vinna í röntgenmyndatöku af ambulant sjúklingum og einnig af greiddi ég öll smáslys, sem ég réði við. Fæðandi konur komu á hvaða tíma, sem var, og voru oft talsverðir snúningar kringum þær. Alls var ég við 15 fæðingar. Á þriðjudögum og föstudögum tók Elías á móti ambulant sjúkling- um í sjúkarhúsinu og komu marg- ir til hans, sumir langt að (t. d. margir frá Fáskrúðsfirði), þann- ig að stofupraxis stóð oftast frá kl. 13,30 til kl. 19,00 og oftast lengur. Aðstoðaði ég Elías eftir mætti við þennan praxis, gerði rannsóknir, tók röntgenmyndir o. fi. _ Ég get ekki hugsað mér betri mann til að vinna hjá en Elías. Hann er hæglátur maður, góðlát- lega hæðinn og ávallt í jafnvægi, var ávallt þolinmóður og umburð- arlyndur yfir vankunnáttu og glappaskotum mínum og fús að Íeiðbeina mér og kenna. Hann var mjög uppörvandi og hvatti mig til að reyna við ýmislegt, sem ég hafði ekki áður haft kjark til að spreyta mig á. Þama saumaði ég fyrstu sporin og fékk allgóða æf- ingu í saumaskap, dró fyrstu tenn- urnar, fór í fyrstu sjúkravitjunina, gekk fyrsta sjálfstæða stofugang- inn, var við fyrstu fæðinguna, tók fyrstu röntgenmyndina og lærði mikið í röntgenteknik, svo að eitthvað sé nefnt. Allt var þetta nokkur revnsla og til að auka sjálfstraustið. Vinnan var yfirleitt ekki erfið, en erilsöm, og var ég oftast við- bundinn á spítalanum fram á kvöld. Það líkaði mér reyndar vel, því að mér leiddist oftast, þegar ég átti frí. Virtist mér staðurinn heldur leiðinlegur, enda þekkti ég fáa. Ég álít. að maður hafi að ýmsu levti meira gagn af því að skipta kúrsusunum á milli stærri og minni spítala, því að á litlu sjúkrahúsunum er mað- ur virkur þátttakandi í öllum daglegum störfum og fylgist al- veg með sjúklingunum, meðferð þeirra og líðan, frá því að þeir leggjast inn og þar til þeir útskrif- ast, en á stærri sjúkrahúsum er maður alltaf hálfgerður aukalim- ur, en sér þar raunar fleiri og fjölbreyttari tilfelli. Pedro Riba tók við af mér og vann þarna í júlí og ágúst. Loft-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.