Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Síða 15

Læknaneminn - 01.10.1960, Síða 15
LÆKNAZl EMINN 15 Læknirinn: Þér verðið annað- hvort að neita yður um vín eða konur. Sjúklingurinn: Jæja, þá ætla ég heldur að hætta við vínið núna og skipta svo um, þegar ég verð eldri. ★ ★ ★ „Þetta er nýi svæfingalæknirinn“. ★ ★ ★ Konan hafði tekið léttasóttina, og föðurnum fannst tími til kom- inn að fara að búa soninn undir komu nýja ættingjans. „Dreng- ur minn, þú veizt að . . . að stork- urinn hefur. .. hefur flögrað nokkuð lágt yfir húsinu dálítinn tíma. Já, nú . . . nú hamast hann með vængjunum eins . . .“ ,,Hvurt í veinandi maður!“ gall í strák, ,,ég ætla bara að vona að hann hræði ekki mömmu. Þú veizt, hún er ólétt!“ Það var í fimmtugsafmæli augnlæknisins. Vinir hans og kollegar höfðu fært honum herj- ans mikið málverk af auga eftir frægan meistara. Þá hnippti hálslæknirinn í vin sinn gynækologinn og spurði: „Hlakkarðu ekki til, þegar þú verður fimmtugur?“ ★ ★ ★ „Læknir, ég hef haft hiksta í 3 daga. Get ég fengið eitthvað við honum?“ Læknirinn hellti einhverju í glas og sjúklingurinn skellti því í sig. „Uúúhú! hvað var þetta!!?“ „Tvöfaldur skammtur af laxer- olíu,“ svaraði læknirinn rólega, „og nú er ekki þorandi að hiksta." ★ ★ ★ ★ ★ ★ Það, sem skrifað hefur verið um krabbamein, fyllir marga bókaskápa, en það, sem við raun- verulega vitum um það, kæmist fyrir á einu nafnspjaldi. (August Bier.)

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.