Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Page 20

Læknaneminn - 01.10.1960, Page 20
20 LÆKNANEMINN Þessi saga er um konu, sem kvartaði um meltingartruflun við lækni sinn. Læknirinn skoðaði konuna og spurði m. a. hinnar klassisku spurningar: „Eru hægðir reglu- legar?“ „Eins og klukka“ svaraði konan, „á 3ja tíma fresti, kortér yfir heila tímann.“ „Jæja,“ sagði læknirinn, „ætli þetta læknist ekki með pencillini." Sagt er, að stethoscop læknisins hafi greint eftirfarandi samtal úr iðrum konunnar. Fyrsta rödd (í angist): „Félag- ar! Nú er úti um okkur. — Nei annars! Ég ætla að hlaða mér vígi úr gallsteinum. Þá nær penicillinið aldrei í mig.“ Önnur rödd: „Ég ætla að fela mig bak við hjartað. Það er sterkt og gott.“ Þriðja röddin: „Þið tveir getið haft það eins og þið viljið, en ég ætla ekki að bíða eftir pencillin- inu. Ég tek 7,15 ferðina héðan.“ ★ ★ ★ Góð móðir diagnosticerar oft miklu betur en lélegur læknir. (Bier) ★ ★ ★ Hví byggjum við ekki fleiri sjúkrahús en færri kirkjur? Þú getur beðið til Guðs, hvar sem þú ert staddur, en þú getur ekki skorið upp í göturæsinu. (Axel Munthe.) ★ ★ ★ Sjúklingur (í geðveikrahæli): „Okkur líkar betur við yður en gamla lækninn.“ Læknir: „Hversvegna?" Sjúklingur: „Þér eruð svona eins og einn úr okkar hóp!“ ★ ★ ★ „Almáttugur!“ sagði konan, sem var að skoða geðveikrarhælið. „Hvílíkur voðasvipur var á kon- unni, sem við mættum. Er hún hættuleg?“ „Stundum," svaraði læknirinn, sem fylgdi konunni um hælið. „Hversvegna fær hún að ganga laus?“ „Ég ræð því ekki.“ „Er hún ekki sjúklingur eða undir yðar stjórn?“ „Nei, hún er hvorugt. Hún er konan mín.“ ★ ★ ★ Fyllibytta (horfir á mynd tunglsins í vatninu): „Hvað er þetta þarna niðri?“ Lögregluþjónn: „Það er tungl- ið.“ Fyllibytta: „Hvernig í andskot- anum hef ég komizt hingað upp?“ Frestur til að innrita sig til prófs- ins mun renna út 18. des. n. k. Þar sem leggja þarf fram próf- skírteini um íslenzkt embættis- próf með umsókninni, er auðsætt, að þeir, sem fara í lokapróf í jan- úar 1961, geta ekki gengið undir prófið í marz. Blaðið hefur fregn- að, að stjórn Félags læknanema geri um þessar mundir tilraun til að afla undanþágu fyrir þessa menn, svo þeir geti tekið prófið í marz, ef þeir kæra sig um. P. Á

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.