Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 22
LÆKN ANEMINN FUNDIR. Fundur haldinn í Félagi lœknanema 11. marz 1960 Gestui1 fundarins var Valtýr Bjarna- son læknir. Flutti hann erindi: „Cardiac standstill undir svæfingu". Var Valtý þakkað erindið með lófataki. Var síðan tekið að ræða félagsmál. Fyrir fundinum lá beiðni S. H. 1. um að félagið legði fram kr. 25.000 úr sjóð- um sinum sem baktryggingu fyrir láni, er stúdentaráð hygðist taka hjá Verzl- unarsparisjóðnum til að standa straum af stofnkostnaði vegna væntanlegs hótelrekstur á stúdentagörðunum, en fyrir lá loforð frá Skemmtifélagi Garð- búa um kr. 25.000 og frá Félagsheimilis- sjóði um kr. 45.000 í sarna skyni. Varð fundurinn einróma við þessari beiðni. Þá skýrði formaður frá nefndaráliti hcilbrigðis- og félagsmálanefndar efri deildar Alþingis um lagafrumvarp varðandi framhaldsnám o. fl. Lagði nefndin til að: 1) fellt yrði niður ákvæði það, er skyldaði kandidata til framhalds- náms hér á landi. 2) 1 stað heimildar landlæknis til ráðstöfunar á námsvist kandi- data komi heimild til ráðherra til að setja reglur um ráðstöfun námsvistar kandidata. Mun Alþingi hafa samþykkt frum- varpið með þessum breytingum. Þá fór formaður nokkrum orðum um bandaríska læknaprófið fyrir erlenda kandidata. Að endingu voru sýndar tvær kvik- myndir: Surgical Anatomy of the Stomach and Pancreas og Vesprin in Surgery. Fundur í Félagi lœknanema 20. júlí 1960 Arinbjörn Kolbeinsson læknir, for- maður Læknafélags Reykjavíkur, ræddi þar nokkuð kjarabaráttu þá, er kandidatar áttu í um þær mundir. Að LÆKNA NEMINN BLAÐ FÉLAGS LÆKNANEMA Ritnefnd: Páll Ásmundsson, ritstjóri og ábm. Sigurður Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson. Fjármál og dreifing: Guðjón Sigurbjörnsson. Auglýsingar: Björgúlfur Lúðvíksson, Lúðvík Albertsson. Áskriftarverð 50 krónur. Prentað í Steindórsprenti h.f. líkindum verður nánar greint frá kjarabaráttu þessari síðar. Skemmti- og frœðsluferð. sem Félag læknanema gekkst fyrir, var farin þann 12. apríl s. 1. Farið var að Keldum, í Kópavogshæli og í sjúkra- hús varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vegna þess, hve staðir þessir gátu tek- ið á móti takmörkuðum fjölda, var þátttaka í ferðinni takmörkuð við II. og III. hluta. Starfsfrœðsludagur var haldinn í Háskólanum á vegum stúdentaráðs þann 25. september. Voru þar gefnar upplýsingar um háskóla- nám. Var þar jafnan prófessor frá hverri deild, er gaf upplýsingar um nám í sinni deild, nema frá lœknadeild,

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.