Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1960, Síða 14

Læknaneminn - 01.12.1960, Síða 14
u LÆKNANEMINN viljun, að sum þessara enzyma, eins og glutamic oxaloacetic tran- saminasi (GOT) og glutamic py- ruvic transaminasi (GPT), halda verkun sinni í serum complex- inu og er unnt að mæla magn þeirra í einingum, sem valdar eru af handahófi (ar- bitrary), með ýmsum aðferðum með því að nota chromatographi, spectrofotometri eða kolorimetri11. Gildin eru dálítið mismunandi eft- ir rannsóknaraðferðum (efri mörk fyrir SGOT 40 ein., fyrir SGPT 45 ein.). Þar eð hinn síðarnefndi er í nokkru ríkari mæli í lifur en öðrum vef jum, þykir yfirleitt betra að nota hann við lifrarrannsóknir. Hækkun á serum transaminasa táknar (reflection) bráða frumu- skemmd, hvort heldur er kemisk, infektios, eða toxisk að upp- runa. Þess vegna er mælt með því að mæla hann við og við hjá sjúkl- ingum, sem gefin eru lyf sem geta verkað sem lifrareitur. Sagt er að þetta próf verði positift í lifrar- bólgu, áður en gulan kemur í ljós og það hefur og reynzt nytsamt við að finna subclinisk (mjög væg) tilfelli af lifrarbólgu við athugun á tilraunasmitunum. Einnig hef- ur prófið verið notað til að finna þá sjúklinga, sem slær niður aft- ur (relapsing cases) og kronisk form sjúkdómsins og ennfremur til að fvlgjast með árangri lækn- ingaaðferða. Margir sjúkdómar geta valdið hækkun á serum transa- minasa, til dæmis myocarditis, pericarditis, infarctus myocardii, myositis og vöðvameiðsli. Panc- reatitis, infarctus renis, heilablæð- ing (cer. accid.) og drep í útlim- um (periph. gangr.) geta valdið óstöðugri hækkun. Normalgildi í blóði er hærra hjá börnum en full- orðnum. Frysting eða geyrnsla í ísskáp hefur engin áhrif á niður- stöðurnar, en hemolysis getur valdið hækkun. Yfirleitt valda smitsjúkdómar, hvítblæði, hrörn- unarsjúkdómar, æxlissjúkdómar, ofnæmisfyrirbrigði, þungun, og meðfæddir sjúkdómar ekki breyt- ingum á ser. transaminasa, nema samtímis sé sköddun á hjarta, sjálfráðum vöðvum eða lifur. Tíminn hefur einnig sitt að segja við kliniska notkun á se. transaminösum. Eftir infarct myo- cardii ná þeir hæstu gildi innan 1—2 sólarhringa, og verða aftur eðlilegir milli 4. og 7. dags. Prófið kemur að mestu gagni er það er gert meðan á akut frumuskemmd- um stendur í lifur, sem áður hef- ur verið heilbrigð. Þannig fást stundum stjarnfræðileg gildi (vel yfir 400 ein.) við virus hepat., eða akut toxiskan hepatit. Við cirrh- osis, þar sem búast má við frumu- skemmdum, við æxlisvöxt (neo- plastic involvement) og gallstíflur er hækkunin venjulega undir 400 ein. Eins og við flestar aðrar rann- sóknir til mats á ástandi lifrarinn- ar, réttlæta ekki væg afbrigði frá því, sem eðlilegt er (talið), að neinu sé slegið föstu (dogmatic concl.), nema í einstöku tilfellum, þegar gerðar eru endurteknar rannsóknir við standard aðstæður og þær bornar saman við niður- stöður annarra prófa. Þó segja megi, að bæði hækk- aður transaminasi í serum, (líkt) og jákvæð cephalin floeculation bendi til akut lifrarfrumuskemmd- ar, styðja þessi tvö próf, sem byggjast á mismunandi grundvall- artruflunum (basic disturb), ekki ætið hvort annað. Transaminasinn stendur að |)ví leyti betur að vígi að óeðlil. serum globulin hafa engin á hrif á hann og er hann því óbreyttur (neikvæður) við mo-

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.