Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1960, Síða 34

Læknaneminn - 01.12.1960, Síða 34
LÆKNANEMINN 3>t kom fram ein sæmilega gáfuleg spurning. Að lokum talaði próf. Snorri Hallgrímsson. Lýsti hann ánægju sinni yfir vali á umræðu- efni og skiptingu þess, og hældi ræðumönnum fyrir góða meðferð efnisins. Skýrði hann síðan með nokkrum orðum frá þeirri reynslu, sem fengist hefði við meðferð ca. ventriculi á IV. deild Landsspítal- ans. Að því loknu þakkaði form. ræðumönnum og sleit fundi. Fund- arsókn var afbragðsgóð. A Fundur var haldinn í Fél. lækna- nema þriðjudaginn 15. nóv. í I. kennslustofu og hófst kl. 8,30. Gestur fundarins var Ragnar Karlsson læknir, og flutti hann mjög athyglisvert og gott erindi um kenningar Freuds. Á eftir svar- aði hann allmörgum fyrirspurnum. Félagsmál lágu engin fyrir og lauk fundi með kvikmyndasýningu. Sýnd var myndin „Resuscitation in cardiac arrest“, spennandi og viðburðarík amerísk mynd í litum. F'lundarsókn var góð þegar þess var gætt, að Beethoven þrumaði sinn boðskap á öðrum stað í hús- inu. Stúdentaráðskosningar, þær fyrstu eftir nýju lögunum, fóru fram laugardaginn 29. okt. s. 1. Læknanemar sýndu mikinn á- huga, og fengu auk lögboðins full- trúa, 2 uppbótarfulltrúa af 3. Var það mál manna, að kosningar þess- ar hefðu farið fram með mun heil- brigðari blæ en áður, þrátt fyrir barnalegt brölt eins pólitíska fé- lagsins á kjördag. Fulltrúar lækna- deildar í ráðinu eru: Halldór Halldórsson, Örn Bjamason og Bjarni Hannesson. Varamenn: Gottskálk Björns- son, Gunnar Eyþórsson, Jón Al- freðsson, Ólafur Björgúlfsson og Öni S. Arnaldsson, Munu læknanemar sammála um að þessum mönnum sé treystandi til þess að vinna vel og dyggilega að hagsmunamálum stúdenta í anda hinna nýju laga. A Þær gleðifregnir hafa oss borizt norðan af Akur- eyri, að þeir á lyfjadeildinni þar séu teknir að borga kúrsusstú- dentum kaup — 6000 kr. á mán- uði auk fæðis og húsnæðis. Ættu þeir væntanlega ekki að verða í stúdentahraki í bráðina. A Nýir kennarar. 2 ný prófessorsembætti voru stofnuð við læknadeild s. 1. vor. Annað í efnafræði, en hitt í geð- sjúkdómafræði, og skal prófessor- inn í því síðarnefnda jafnframt vera yfirlæknir sjúkradeildar að Kleppi. Prófessor í efnafræði hef- ur nýlega verið skipaður dr. Stein- grímur Baldursson. Sömuleiðis hafa fyrir nokkru verið skipaðir dósentar þeir yfir- læknarnir dr. Gísli Fr. Petersen og Pétur H. J. Jakobsson. Ekki verður hér getið um nýja kennara án þess að minnast á próf. Trausta Ólafsson, er nú læt- ur af störfum við læknadeild eft- ir hartnær 40 ára kennslu sem aukakennari í efnafræði. Hann hefur notið mikils trausts og vin- sælda meðal stúdenta, enda góð- ur kennari og velviljaður. Lækna- neminn sendir honum beztu kveðj- ur sínar nú á þessum tímamótum. Prófessorsembættið í geðsjúk- dómafræði er óveitt ennþá, en blaðið hefur fregnað, að skipuð hafi verið nefnd til þess að fjalla um hæfni umsækjenda, og eigi sæti i henni m. a. danskur próf- essor. Ekki er oss kunnugt um að nefnd þessi hafi enn skilað nið- urstöðu.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.