Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 7

Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 7
Ferðir] 5. blaðsíða Að lokum ofurlítið kvæði, við getum kallað það ÞEISTAREYKJASONNETTU. Ort sunnan í Stórahversmó, á leið frá Þeistareykjum, á þriðja í Hvítasunnu, 30. maí 1939. Titrar í lofti tíbrá yfir heiðum, teygja sig fjöll til himinblárra ranna og lýsa skært í litum hvítra fanna, lífþrunginn blærinn strýkur móabreiðum. í suðri hitinn silkiskýjum hreykir, sólstafir ljóma yfir hraunasprungum, hillingar lyfta dyngju breiðum bungum, brosa í austri grænir Þeistareykir. Landið er allt í sumar vafið sól, Sál mína ég baða í ljóssins mjúku öldum. Ekkert er betra en gönguferð um fjöll. Blasa við grundir klæddar gróðurkjól, kraumandi hverir veifa reykjaföldum. Hér ætti að reisa helgidómnum höll. Ólafur Jónsson.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.