Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Síða 8

Ferðir - 01.03.1940, Síða 8
6. blaðsíða [Ferðir Fjallaskálar. Þegar Ferðaíélag Islands var stofnað fyrir rúmum 12 árum síðan, var eitt helzta stefnuskráratriði þess að opna mönnum nýjar leiðir til íerðalaga og beina ferðamanna- straumnum upp um fjöll og inn á öræfi, þar sem áður höfðu fáir f'arið vegna þess, hve þar var torfært og dýrt að komast þangað sakir mikils ferðaútbúnaðar. Þó var mönnum ljóst, að hvergi væri náttúra íslands mikilíeng- legri né meira laðandi, en einmitt inn til i'jalla. F. í. tók þegar að vinna að þessu steinumáli, en brátt kom í ljós, að eitt höfuðatriði þess, að öræfaferðir yrðu almennar var, að reist yrðu sæluhús á þeim slóðum, sem fjölfarn- astar yrðu. Hófst F. í. handa með því að reisa sæluhús í Hvítárnesi 1930. Síðan hefir félagið látið reisa 3 sæluhús á Kili, á Hveravöllum, í Árskarði í Kerlingaríjöllum og í Þjófadölum. Auk húss á Jökulhálsi við Snæfellsjökul. Jafnframt þessu átti F. í. frumkvæði að því, að Kjalveg- ur var gerður bílfær. Þar er því nú næsta fjölfarið og gestkvæmt mjög í skálum félagsins. Varla leikur vafi á, að nú fara fleiri menn um Kjöl á einu sumri en áður öld- um saman. Því hef'ir vegagerð og sæluhús Ferðafélagsins áorkað. Hver sá, sem gistir sæfuhús F. í., f'innur bezt muninn á hinum vistlegu húsum þess og kof'um þeim, sem áður hafa reistir verið um öræfin, bæði vegna ferðalaga og fjallleitarmanna. Kofar þeir eru að vísu góðra gjalda verðir, en hins vegar er of lítið til þeirra vandað, því að ékki aðeins eru flestir þeirra gjörsnauðir af öllum þæg- indum, heldur eru þeir dimmir, þröngir og saggasamir. Gildi sæluhúsa fyrir fjallaferðir er augljóst. Ef þau eru nógu mörg og hæfiléga þétt sett og á heppilegum stöðum, þá er rutt úr vegi einum mesta örðugleikanum á fjalla- ferðum, þeim, að hafa með sér mikinn farangur, jafnvei (Framhald á bls. U).

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.