Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Síða 15

Ferðir - 01.03.1940, Síða 15
Ferðir] 13. blaðsíða Náttúruskoðun. Á fáu hefur jafnmikil breyting orðið í þjóðlífi voru nú seinasta áratuginn og því, hve mikið menn ferðast, og hversu ferðahraðinn hefur aukist. Það, sem áður var dagleið, er nú nokkurra stunda ferð. Jafnframt þessu hafa skapast ný ferðalög, skemmtiferðirnar. Hefur Ferða- félagið átt drjúgan þátt í að koma þeim á fót. asta viðfangseíni félagsins sem stendur, og yfirleitt er vafasamt að Ferðafélagið geti á annan hátt unnið meira almennt gagn, en með því að reisa fjallaskála. Fyrir örfáum árum voru Herðubreiðarlindir einhver fjarlægur æfintýrablettur í augum alls þorra landsmanna. Nærri lét, að telja mætti á fingrum sér þá menn, sem þar höfðu komið. Vegna þess starfs sem F. F. A. hefur þegar unnið, hafa nú síðustu sumrin tugir manna gist Lindirn- ar, og á hverju sumri er Lindaferðin ein vinsælasta ferð- in, sem farin er, og hennar beðið með mestri eftirvænt- .ingu. Það er heldur engin furða, því að torfundinn mun sá staður á öræfum landsins, er taki Herðubreiðarlindum fram að fegurð og fjölbreytni. Þar mætast hinar dýpstu andstæður auðnar og frjósemdar. Þaðan er fjallasýn og víðlendi með afbrigðum. Og þaðan er örstutt að ganga á Herðubreiö, sem hlýtur að verða eftirsótt fjallganga, bæði sakir þess, að til mikils er að vinna í útsýni, og að það verður alltaf nokkrum erfiðleikum bundið að sigra þá þraut og sá maður að meiri, er þangað gat komist. En sæluhúsið vantar enn, gott og vistlegt. Það er takmark félags vors að koma því upp, og ég vænti þess, að við öll getum tekið höndum saman um að lyfta því átaki sem fyrst. St. Std. F É L A G A R! Fjölmennið á árshátíðina í „Skjaldborg“ 10. marzn. k.

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.