Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Síða 16

Ferðir - 01.03.1940, Síða 16
14. blaðsíða [Ferði;- Þegar farið er í skemmtiferðir, er einn megintilgangur- inn, að sjá sig um, kanna ókunna stigu, og einkum að heimsækja staði, sem rórriaðir eru fyrir fegurð eða njóta sagnhelgi. Þannig eru tengd saman hjúin fróðleikur og skemmtun. í lögum Ferðafélags íslands er svohljóðandi grein: „Félagið gengst fyrir því að kynna mönnum jarð- fræði landsins og jurtaríki og sögu ýmsra merkra staða“. Enn höfum vér, í félagi voru, gert lítið, til að framkvæma þessa lagagrein. En þó er víst, að einmitt með því að hvetja meðlimi sína til athugunar á náttúru landsins og leiðbeina þeim í þeim efnum, á félagið mikið verkefni óunnið og þar er starfssvið, sem er hvorttveggja í senn laðandi og nær óþrotlegt. Vér förum um landið bæði í hópferðum og ein vors liðs. Vér dáumst að því fagra sem fyrir augun ber, en oft fer mikill hluti leiðarinnar svo, að vér veitum honum litla eða enga athygli, hún verður í augum vorum aðeins venjuleg fjallshlíð, með tilbreytingarlitlum grasbrekkum, lækjargrófum, melarindum og mosaþembum. En ef vér höfum einhvern tíma leitast við að kynna oss starfið í hinni miklu bók náttúrunnar, þá breytist hið sviplitla land í augum vorum. Hver grasbrekka eða lækjargróf geymir sinn leyndardóm. Þar getur að lesa nokkrar setn- ingar af hinni miklu bók, og um leið og vér gefum os.-s tíma, til að lesa þær, eykst fjölbreytni ferðarinnar. Ef til vill höfum vér lagt fyrir oss eitthvert einstakt fræðiatriði, t. d. að safna plöntum, athuga hátterni fugla, skoða steina eða jarðlög, hver nýr fundur vekur oss gleði. Vér lærum að skilja, hver fögnuður fylgir því að leita og finna, og hlotnast örlítið brot af gleði þeirra, sem gera hinar stóru uppgötvanir. Og hver nýr fundur eykur forvitni vora og þorsta eftir meiru. Þannig getur stutt ferð, og það um þaulkunnuga staði, veitt oss óblandna ánægju, ef vér að- eins hverfum að því, að kynnast sjálfri náttúrunni i hljóði. En nú mun einhver svara, að það sé ekki á allra færi að

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.