Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Page 18

Ferðir - 01.03.1940, Page 18
16. blaðsíða [Ferðir Frá félaginu. Aðalfundur F. F. A. vár haldinn 23. jan. s. 1. Var þar eins og að venju gefið stutt yfirlit um störf félagsins á liðnu ári, lagðir fram reikningar og kosin stjórn og ferðanefnd. Úr stjórninni gengu Steindór Steindórs- son og Þormóður Sveinsson, voru þeir báðir endurkosnir, en í stað Björns Björnssonar frá Múla, sem fluttur er burtu, var kosinn Björn Þórðarson. I ferðanefnd voru kosnir: Kjartan Sæmundsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ármann Dalrttannsson, Eðvarð Sigurgeirsson, allu endurkosnir og Jónas Hallgrímsson. Félagatala er nú 301. Fjárhagur: Tekjur félagsins voru kr. 2280.12, en útgjöld kr. 1527.43. Af tekjuafganginum var samþykkt að leggja kr. 500.00 í Sæluhússjóö. Hann var í ársbyrjun kr. 1035.94. Eignir félagsins eru þar að auki ýmsir munir virtir á kr. 703.00 og í sparisjóði vegna ferðalaga kr. 175.36. Skemmtiferðir s. 1. surnar voru fárnar 22, var þátttaka góð, sem sjá má af fjölrit- 'aðri skýrslu,' sem send hefur verið til félagsmanna. Mesta nýjungin i þeim ferðum var sumarleyfisferðin 1.—9. júlí, um mikinn hluta Suðurlands. Eins og sjá má af ferðaáætluninni er sumarleyfisferðin í sumar áætluð um Austurland, og er þess að vænta að í henni verði góð þátttaka, því að ekki nnin veróa ódýrara né skemmtilegra að ferðasf á ahnan hátt en með F. F. A. Vegagerð: Á s. 1. sumri var hafin vegagerð upp úr Eyjafirði i því skyni að gera bílfært suður á Sprengisand. Naut félagið til þess drengilegrai aðstoðár margra utanfélagsmanna, bæði úr Akureyrarbæ og Eyja- firði. Því starfi verður haldið áfram í sumar. En frekari greinargerð er á öðrmn stað frá ferðanefnd sem haft hefir á hendi helztu fram- kvæmdir í því máli, Árshátíð: Samkvæmt ósk og samþykkt aðalfundar hefur stjórnin ákveðið að halda árshátíð í samkomuhúsinu »Skjaldborg« sunnudaginn 10. marz næstk. Þar verður sameiginleg kaffidrykkja, ræðuhöld, dans og annar gleðskapur. Til aðstoðar stjórninni við undirbúning hátíðar- innar voru kosnar: Sesselja Eldjárn, Anna Laxdal og Gunnlaug Baldvinsdóttir. Þess er vænst að félagar fjölmenni, á hátiðina, ekki síður en í ferðalög F. F. A. Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. 1940.

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.