Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 3

Ferðir - 01.06.1958, Blaðsíða 3
FERÐIR BLAÐ FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR Júní 1958 17. árgangur ÁVARP Góðir félagar! Ekki fær stjórn Ferðafélags Akureyrar betra tækifæri til að ræða við ykkur um félagið og framtíðarstörf þess, en með þessu litla blaði, „Ferð- um“. Væri freistandi að eyða nokkrum hluta ritsins í þeim tilgangi. En nú hefur ritinu borizt til birtingar alveg sérstakt efni og mjög at- hyglisvert, ekki einvörðungu, sem snertir meðlimi FFA, heldur alla þá, sem áhuga hafa á að ferðast um öræfi íslands. Verður því ýtarlegra spjall að bíða betri tíma. Stjórn FFA vill þó víkja hér að einu máli, sem vonazt er til að kom- ist í framkvæmd á næstunni, en lengi hefur verið á döfinni, bygging sæluhúss í Fferðubreiðarlindum. Þó er sú framkvæmd komin undir áhuga og störfum meðlima FFA, svo og annarra velunnara félagsins. An áhugamála og starfs er tilgangslaust að halda uppi félagsstarfsemi. Félagið hefur nú keypt skíðaskála Barnaskóla Akureyrar við Mið- húsaklappir, og er nú verið að rífa hann. Jón G. Agústsson, bygg- ingafulltrúi Akureyrar, hefur góðfúslega tekið að sér að gera uppdrátt af fyrirhuguðu sæluhúsi í Lindum og vinnur nú að undirbúningi þess. Síðan verður húsið smíðað hér á Akureyri, að svo miklu leyti, sem tök verða á, og flutt austur og reist þar. Þetta er áætlun stjórnarinnar. Hvort liún kemst í framkvæmd á sumri komanda skal ósagt látið. Eftir vegarbætur þær, er gerðar voru í Lindir í fyrrasumar, er nú greiðfært að aka þangað. Sjaldan hefur meiri ferðamannastraumur verið þar um en síðastliðið sumar; það sýnir dagbók skáta í Eyvindar- kofa. Með byggingu sæluhúss í Lindum verður aðstaða fólks, sem ferðast vill um þessar slóðir og til Oskju, stórum bætt. Stjórnin væntir þess, að meðlimir félagsins inni af hendi sjálfboða- vinnu eða láti eitthvert fjárframlag af hendi rakna til þessara fram- kvæmda og snúi sér til félagsstjórnarinnar sem fyrst. Aðrir áhugamenn eða félög, sem styrkja vilja Jjessa sæluhússbyggingu á einhvern hátt, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það stjórn FFA. í ágústmánuði í sumar eru 10 ár liðin frá því, að FFA reisti sitt fyrsta sæluhús, Laugafell. Ef tök verða á, mun afmælisins minnzt mcð hóp- ferð að Laugafelli. Því miður hefur sæluhúsið lítið verið notað af fé- Framhald á bls. 21.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.