Ferðir


Ferðir - 01.06.1958, Side 5

Ferðir - 01.06.1958, Side 5
Ferðir] 3. blaðsíða Hrauneyjnfoss í Tungnaá, 29 m. — Ljósm. S. Rist. félag Akureyrar tók að ryðja veg á Vatnahjalla. Sumarið 1944 hóf félagið, undir leiðsögu Þorsteins heitins Þorsteinssonar og í samvinnu við Pál Arason frá Þúfnavöllum, leit að leið- um fyrir bifreiðar um Ódáðahraun. Komizt var í fyrsta á- hlaupi suður fyrir Dyngjufjöll. í ágúst 1944 var í fyrsta sinn ekið suður Vatnahjalla. Slóðin var svo lengd árlega og komið að Tungnaá við Hald 1. ágúst 1948, sjá greinina „Suður að Tungnaá“ eftir Bjöm Bessason í Ferðum 1949. Sunnlendingar sóttti inn í land að sunnan, og í ágúst 1950 tókst Guðmundi Jónassyni frá Múla1) að aka norður yfir Tungnaá hjá Vatnaöldum. Haustin 1949 og ’50 efndi Einar Magnússon menntaskólakennari til könnunarferða kringum Hofsjökul, samanber skýringar með leiðunum 28 og 34. Einar hafði komið við þessa sögu áður, eiginlega hleypt skriðunni af stað. í ágúst 1933 fór Einar við fjórða rnann á gamla Ford frá Galtalæk á Landi um Sprengisandsveg norð- ur að Mýri í Bárðardal. Bílnum var fleytt yfir Tungnaá hjá Haldi. Hinir þrír voru Valdimar Sveinbjörnsson, samkenn- 1) Múli í Línakradal, V.-Hún.

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.