Morgunblaðið - 31.03.1968, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968
7
„Við skulum halda á Siglunes44
Hér á dögunum vörpuðum
við fram alþekktri vísu: og
spurðum um höfund hennar.
Vísan var þessi:
„Austan kaldinn á oss hlés,
upp skal faldinn draga.
Veitir aldan vargi hlés,
Við skulum halda á Siglunes.
Og það stóð ekki á svörunum
En ekki auðnaðist okkur að
að koma þeim til skila, áður
en kona nokkur Una Sigtryggs-
dóttir frá Framnesi í Skaga-
firði, skrifaði Velvakanda bréf
og sagðist vita gerla, hver höf-
undur vísunnar væri, en það
væri faðir hennar, Sigtryggur
Jónatansson, síðast bóndi á
Framnesi. Rökstuddi hún það
með vitnisburði vinnumanns frá
Brimnesi, Jóns að nafni, einnig
frásögn sonar Jóns, Ellerts.
Þá hringdi til okkar kona,
og sagði mann, Kristján Jón-
atansson, hafa sagt sér fyrir 4-
5 árum, en þá var þessi Krist-
ján við sjómennsku í Keflavík,
að vísan væri eftir áfa hans,
en ekki mundi konan nafn
hans.
Víkjum því næst að bréfum
þeim, sem Dagbókinni bárust
af þessu tilefni, og kemur þar
nokkuð annáð í ljós, og eru
þeir tveir, sem skrifuðu, ekki
sammála, svo að ennþá er eng-
in samstaða um faðerni vís-
unnar.
Fyrra bréfið er frá Hannesi
Jónssyni, Ásvallagötu 65, en
haukur í horni með alls kyns
Hannes hefur oft reyns okkur
fróðleik. Bréfið er á þessa leið.
„Austan Kaldinn að oss blés,
upp vér faldinn drógum trés,
velti aldan vargi hlés
var þá hald á Siglunes.“
„Svona lærði ég vísuna fyrir
sjötíu árum, þá sex ára barn
á Hnausum í Þingi. Ég sendi
leiðréttingu til Velvakanda fyr
ir 2-3 árum, að mig minnti, að
vísan væri úr Hrakningsrímu
Erlendar á ^ Holtastöðum, er
hrakti frá Ásbúðum á Skaga
norður á Skjálfanda 1796. Þórð
ur Þorsteinsson vitnaði með
mér, um, að vísan væri rétt,
eins og ég hafði hana. Eins það,
að vísan væri úr Hrakningsrím-
unni, sem hann hífði séð á
Landsskjalasafninu eða Lands-
bókasafninu.
Hver höfundur Hrakningsrím
unnar var, veit ég ekki, en
væntanlega ber handritið það
með sér. — Hannes Jónsson."
Eitt svar barst enn, frá Stef-
Myndin hér að ofan er frá
Vestfjörðum, Því miður, gát-
um við hvergi fundið mynd af
Siglunesi, sem átti að fylgja
áni Rafni, skáldi, fræðimanni
og bókasafnara, og er það svo
hljóðandi:
„í Morgunblaðinu 22. marz
1968 er birt vísan. „Austan kald
inn á oss blés“ og óskað eftir
upplýsingum um höfundnefndr
ar vísu.
í bókinni „Hafræna", sem kom
út 1923 í útgáfu dr. Guðmundar
Finnbogasonar, er höfundur tal-
inn Ingimundur í Sveinungsvík
Hinsvegar er vísan ekki rétt
í blaðinu eins og hún er birt
í „Hafrænu", þar er fyrsta brag-
lína vísunnar þannig: Austan
kaldinn að oss blés.
Ég hef frá barnæsku kunnað
tvær gerðir af þessari vísu og
til að gera ekki upp á milli
þeirra birti ég þær hér lesend-
um til fróðleiks og áriægju:
Austan kaldinn að oss blés,
upp skal íaldinn draga:
veltir aldan vargi Hlés, —
við skulum halda á Siglunes.
og ennfremur:
Austan kaldinn að oss blés,
upp skal faldinn draga:
veltir aldan vargi Hlés, —
við skulum halda á Skaga.
Höfundur vísunnar virðist um
margt sveipaður rökkurmóðu
aldanna. í útgáfu Bókmennta-
félagsins af „íslenzkar Ævi-
skrár" V. bindi er Ingimund-
ar getið í viðbæti eftir séra
Jón Guðnason þjóðskjalavörð.
Þar segir svo:
línum þessum, og því eru það
tilmæli okkar til lesenda, að
þeir láti okkur slíka mynd í
té, ef þess er nokkur kostur.
„Ingimundur Jónsson (17. öld
d. stuttu fyrir 1703). Skáldbild-
höggvari. Ætt óviss. í ættatöl-
um talinn sonur Jóns (d. um
1660) galdramanns á Hellu á
Ársskógsströnd Guðmundssonar
Bjó í Sveinungsvík í Þistilfirði
og ætíð við þann bæ kenndur.
Orti Nitidarímur „hinar frægu"
(sbr. kvæði síra Stefáns Ólafs-
sonar í Vallarnesi). Átti í sam
kveðlingum við sira Stefán Ól-
afsson: þótti vel skáídmæltur.
Kona ókunn. Börn hans: Guð-
rún átti Guðmund hreppstjóra
í Sveinungsvík, Þorsteinn á Eiði
á Langanesi, Þorbergur á Orm-
arslóni."
Til gamans fletti ég upp I
manntalinu 1703. Þá er í Svein-
ungsvík tvíbýli. Ingimundar er
þar ekki getið, en dóttir hans
Guðrún 38 ára er talin fyrir
búi (þá ógift). Ingimundur mun
þá hafa verið nýlátinn, en um
fæðingarár hans veit enginn
með vissu fremur en Sæmund-
ar fróða. Ég læt svo útrætt um
það. Njóti þeir er nemi. Góð-
ar stundir!
Maríum. á föstu, 25. marz 1968.
STEFÁN RAFN.
Semsagt góðir hálsar, enn er
sem sagt engin samstaða um
faðerni vísunnar, og þvi er enn
opin leið að koma fram með
uppástungur um það, ef ein-
hverjar eru, og má senda þær
Dagbókinni. — Fr. S.
FRETTI8
Hallgrímskirkja.
Leiðrétting á messutilkynningu.
Rétt er hún svona. Barnaguðsþjón-
usta kl. 10 og messa kl. 11 Dr
Jakob Jónsson. Kirkjukvöld kl. 8.30
Færeyska sjómannaheimilið
Samkoma í dag kl. 5 Allir vel-
komnir.
Sjálfsbjörg Reykjavík.
Munið spilakvöldið 1. apríl í
Tjarnarbúð kl. 8.30
KvenfélagiS Hrönn
heldur fund miðvikudaginn 3.
apríl kl. 8.30 að Bárugötu 11. Hár-
toppasýning.
Nemendasamband Húsmæðraskóla
íslands.
Aðalfundur verður haldinn í veit
ingahúsinu Hábæ, Skólavörðustíg
45,' þriðjudaginn 2. apríl kl. 8.30
stundvíslenga Erindi: Vignir Andr
ésson, íþróttakennari Veitingar -
kínverskir smáréttir.
Kvenfélag Hallgrímskirkju Áð-
ur auglýstum aðalfundi frestað um
óákveðinn tíma.
Kristileg samkoma verður í sam !
komusalnum Mjóuhlíð 16 sunnu-
dagskvöldið 31. marz kl. 8. Verið
hjartanlega velkomin.
Kvenfélag Laugarnessóknar Af-
mælisfundur félagsins verður hald-
inn mánudaginn 1. apríl í kirkju-
kjallaranum kl. 8.30. Stundvíslega.
Margt til skemmtunar. Góðar veit-
ingar. Æskilegt að sem flestar kon
ur klæðist íslenzkum búningi.
Myndataka.
Kvenfélagskonur, Garðahreppi
Munið félagsfundinn þriðjudaginn
2. apríl, kl. 8.30. Sýning á hár-
greiðslu. Spilað Bingó.
Kvenfélagið Hringurinn, Hafnar-
firði. Fundur verður haldinn í Al-
þýðuhúsinu þriðjudaginn 2. apríl
kl. 8.30. Aðalfundur.
Slysavarnafélagskonur,
Sunnukonur, Hafnarfirði: Munið
Rabb— og handavinnukvöldið
þriðjudaginn 2. apríl kl. 8.30 I
Góðtemplarahúsinu. Stjórnin býður
upp á kaffi. '
Kvenfélagið Aldan
Apríl fundurinn fellur niður.
Verður 8. maí.
Hjálpræðisherinn.
Sunnudag kl. 11 Helgunarsam
koma K1 20.30 Hjálpræðissam-
koma. Kapt. Djurhuus og frú og her
mennirnir taka þátt í samkomum
dagsins. Mánudag kl. 4. Heimila-
sambandið. Velkomir,.
Æskulýðsstarf Neskírkju
Fundur Stúlkna og pilta, 13-17
ára, verður í félagsheimilinu mána
daginn 1. apríl. Opið hús frá kl. 7,30
Frank M. Halldórsson.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma sunnudaginn
31. marz kl. 8.30 Allir velkomnir
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund í Sjómannaskólan-
um fimmtudaginn 4 apríl kl. 8.30
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Aðalsafnaðarfundur verður að af-
lokinni guðsþjónustu kl. 2 sunnu-
dag. Safnaðarstjórn.
Dansk Kvindeklub
afholder sit næste möde í Slýsa-
varnarfélag fslands' hus Granda-
gardur tirsdag d. 2. april kl. 20.30
Vi mödes ved Kalkofnsvegur(Stræt
isvagnabiðskýlið) kl. 20.15 præeis
og körer derfrá til Grandagarður.
Bestyrelsen.
Kirkjukvöld í Hallgrímskirkju.
verður sunnudaginn 31. marz kl
8.30 Sænski sendikennarinn fil. lie.
Sven Orrsjö, flytur erindi: „Guðs-
trú og lífsangist í skáldskap Per
Lagerkuist". Kristinn Hallsson ó-
perusöngvari syngur. Lilja Þóris-
dóttir les upp. Kirkjukórinn og
organistinn aðstoða við safnaðar-
söng. Allir velkomnir.
innar
Kvennadeild Flugbjörgunarsveit-
arinnar.
fundur verður 1 félagsheimilinu
miðvikudaginn 3. apríl kl. 9 stund-
vislega Kvikmynd, kaffidrykkja
og fl.
Kristniboðsfélag karla.
Aðalfundur mánudagskvöld kl
8.30 í Betaniu.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10.
Kristilegar samkomur, sunnudag
inn 31. marz. Sunnudagaskóli kl 11
Almenn samkoma kl. 4. Bæna-
stund alla virka daga kl. 7 e.h.
Allir velkomnir.
Kvenfélagið Keðjan.
Fundur mánudaginn 1. apríl að
Bárugötu 11 kl. 8.30 Sýndar verða
myndir frá 40 ára afmælishófinu.
Dregið verður í happdrættinu og
kennd verður meðferð pott- og af-
skorinna blóma.
Kvenfélag Keflavikur heldur
fund þriðjudaginn 2. apríl kl. 8.30
í Tjarnarlundi. Sýning á smurðu
brauði og leiðbeiningar um það.
Eftir fnnd snilað Bingó.
Fíladelfía Reykjavík
John Andersson frúboði frá
Glasgow talar á samkomum í Fíla
delfíu laugardaginn 30. marz og
sunnudag 31. s.m. kl. 8 bæði kvöld-
in. Andersen er eldheitur predikari
og styður mál sitt og ræðuflutn-
ing með skýrum dæmum úr reynslu
sinni í predikunarstarfinu Hann
biður fyrir sjúkum í hverri sam-
komu. Sennilega eru þessar sam-
komur síðustu ssmkomur sem
hann talar á hér í Reykjavík.
sá NÆST bezfi
í Eniglandi eru 'bílar þeirra, seim nýbúnir eru að taka próf, rmerkt-
ir með L. Var !hér fyrir nokkru utmferðia'rmálasérfræðiinguir frá
Englandi, sem átti að athuga hvernig umferðin gengi fyrir sig.
Er sérfræði'ngurinn var spurður álits á umiferðinni, svaraði hann:
„Mér finnst þeir mega æfa si’g betur, sem eru með bilana merkta
mieð litla ellinu við númera spjöldin".
Trésmíði Smíðum svefnherbergis- skápa og eldhúsinnrétting- ar ásamt fleiru. Gerum föst tilboð. Uppl. í síma 84310. Píanó Hornung & Mþller píanó til sölu. Uppl. í síma 14830.
Útsaumur Kenni útsaum. Uppl. í síma 10002 kl. 6—8 síðd. Dómhildur Sigurðardóttir. Neskaupstaður Hárgreiðsludama óskar að taka á leigu um 3ja herb. íbúð. Tilb. sendist Mbl. í Rvík merkt: „8854“.
Bólstrun Klæði og geri við bólstruð húsgögn. . Úrval áklæða. Geri tilboð ef óskað er. Bólstninin, Álfaskeiði 96, Sími 51647.
Til sölu Volkswagen 1300, árg. 67, útvarp, snjódekk og áklæði Til sýnis að Ármúla 4 kl. 1—3 í dag.
Skrifstofuhúsn. til leigu Kirkjuhvoli. Sérinng., 2 herb. og gangur. Tilbúið nú þegar. Uppl. í síma- 22080. Olíukynditæki til sölu ásamt katli, sem er 3 rúmm., hitadunkur og ný dæla. Uppl . í sima 84310.
Geymsluhúsnæði Sumarvinna
Til leigu 43 ferm. geymslu húsnæði. Uppl. í síma 36481. 14—16 ára strákuj óskast í sveit í s'umar. Uppl. í síma 82872.
BLAÐBURÐARÍFOIK
OSKAST í eftirtalin hverfi
AÐALSTRÆTI, BARÐAVOGUR
Talið við afgreiðs/una í síma 10100
Ungur læknimenntnður
og áhugasamur maður, þaulvanur innflutnings-
viðskiptum og sölustörfum á vélbúnaði og tækni-
vöru með Staðgóða reynslu í ráðleggjandi störf-
um, samningsaðgerðum og eftirliti, óskar eftir
atvinnu hjá traustu fyrirtæki eða stofnun.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 26. apríl merkt: „Fjöl-
hæfur — 5488“.
ARABIA-hreinlætistæki
Sfórkostleg
nýjung
Hljóðlaust W.C. Hið einasta í heim
Verð á W.C.
Handlaugar
Fætur f. do.
aðeins kr. 3.375.00
— 930,00
— 735,00
Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra
Einkaumboð fyrir ísland:
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.