Morgunblaðið - 31.03.1968, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 195«
Helga Valtýsdóttir
— IMinningarorð
ÞAÐ er skammt stórra högga á
milli, má með sanni segja, í
leikarahóp Þjóðleikhússins.
Tæpri viku eftir að Lárus Páls-
- son er til hinztu hvíldar borinn,
lézt Helga Valtýsdóttir, leikkona,
þann 24. marz 44 ára. Lát henn-
ar kom okkur, sem til þekktum,
að vísu ekki á óvart, svo lengi
hafði hún verið veik og sárþjáð.
Helga Valtýsdóttir vax fædd
í Kaupmannahöifn 22. sept. 1923
dóttir Valtýs Stefánssonar rit-
stjóra Morgunblaðsins og konu
hans Kristínar Jónsdóttur list-
málara. Gáfur, dugnað og list-
fengi fékk hún í vöggugjöf og
uppeldi á merku menningar-
heimili í foreldrahúsum. Hún
stundaði nám í Menntaskólanum
í Reykjavík og lau'k þaðan
stúdentsprófi 1943. Stundaði list-
nám við Californíuháskóla 1943
—’44 og leiknám stundaði hún
hjá Soffíu Guðlaugsdóttur leik-
konu. Helga starfaði allmikið
sem leikkona frá 1952, aðallega
hjá Leikfélagi Reykjavíkur og
nokkuð hjá Þjóðieikhúsinu og
sem fastráðin leikkona við
Þjóðleiíkhúsið frá 1963 til dauða-
dags. Helga stjórnaði í mörg ár,
ásamt Huldu systur sinni, barna
tímum í útvarpinu og naut þar
mikilla vinsælda. í stjórn Leik-
félags Reykjavíkur átti hún sæti
frá 1960—1'63 og varaforseti
Bandalags ísl. listamanna var
hún frá 1963—’65.
7. maí giftist Helga Birni
Thors blaðamanni, en þau slitu
samvistum fyrir um það bil
2 árum. Börn þeirra eru
Kjartan, sem stundar jarðfræði-
nám við háskóla í Englandi
kvæntur, Kristín einnig gift og
Stefán og Björn, sem báðir
stunda ném í Menntaskólanum
í Reykjavík.
Fundum okkar Helgu bar
fyrst sa.man haustið 1943, er
hún lék Signýu í „Veizlunni á
- Sólhaugum", þá rétt tvítug að
aidri. Þetta var fyrsta leiksýn-
ingin, sem ég hafði framkvæmda
stjórn á, en leikrit þetta vatr sýnt
á vegum Norræna félagsins, og
mun þetta líka hafa verið fyrsta
hlutverk Hel'gu. Helga hafði, að
stúdentsprófi loknu, sem að
framan segir stundað leiknám
hjé Soffíu Guðlaugsdóttur, leik-
konu ,og hafði Soffía mikla trú
á þessari ungu, skapheitu og
fallegu stúl'ku, og benti mér á
hana til þess að taka við hlut-
verki Eddu Kvaran, sem lék það
um vorið, þegar leikritið var
fyrst sýnt. Ekki brást Helga
heldur í þessu hlutverki. Kynni
mín af Helgu urðu þó ekki mikil
fyrr en hún fór að leika í Þjóð-
leikhúsinu og þá einkum eftir
að hún varð fastráðin þar haust-
ið 1963 Þá hafði hún um nokk-
ur ár leikið hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Hjó Þjóðleikhús-
inu lék hún 23 hiutverk.
Helga var framúrskarandi
vönduð, samvizkusöm og kraft-
mikil leikkona. Hún gæddi hlut-
verkin hinu sterka svipmóti
sínu, innilega sönnu lífi. Mörg
hlutverk hennar eru mér minnis-
stæð, en sérstaklega þó Mutter
Courage í samnefndu leikriti
Brechts og Marta í „Hver er
hræddur við Virginíu Woolf?“,
sem hún lék af dæmafárri snilld
og innlifun. Ógleymanleg hlýtur
hún að verða öllum, er séu hana,
■sem Mutter Courage, ekki sízt
þegar hún í iok leiksins dregur
gamla, druslulega vagninn, búin
að missa öll börnin sín í grimmi
legri, langri og til'gangnslausri
styrjöld, milli eyddra og
brenndra borga og bændabýla.
Þá gleymdu áreiðanlega margir
því, að þeir sátu í þægilegum
stólum í hlýju leikhúsinu, er
þeir fylgdu henni á leiksviðinu,
í nepjunni um sviðin lönd Mið-
Evrópu.
Þegar Helga lék Mutter
Courage, var hún orðin veik.
Síðari hiuta sumars 1965 gekk
Helga undir stóran uppskurð.
Viku eítir uppskurðinn kom ég
til hennar á sjúkrahúsið. Hún
var sárþjáð en lét ekki á því
bera. Spurði hún mig hvað ég
ætlaði henni að leika í vetur.
Nú hefi ég loksins fengið leikritið
Mutter Courage þýtt og hef
hugsað mér að þú leikir titilhlut
verkið um jólin, ef heilsa þín
leyfir. „Ég hlýt að hafa fundið
þetta á mér, svarar Helga því ég
er einmitt með leikrit Brechts
hérna á náttborðinu og auðvitað
leik ég Mutter Courage um jól-
in, sagði hún og brosti og úr aug
um hennar skein gleði, von og
lífsþróttur. Mánuði eftir að Helga
komst á fætur, leyfði læknirinn
henni að fara að æfa og hlutverk
ið lék hún eins og áætlað var, ann
an í jóium. „Ég held að þetta
hlutverk hafi orðið lífgjafi
minn“ sagði Helga við mig síð-
ar, „því þá fann ég lífsþróttinn
koma á ný, þegar ég fór að fást
við það.“ Síðasta hlutverkið sitt
Helen í „Hunan'gsilmi" lék hún
í fyrravor og enginn sá þá að
nokkuð væri að henni, því hún
lék af miklum krafti og snilld,
og ekki vissi ég það fyrr en síðar
hve þjáð hún var. Hún kvartaði
ekki og lét ekki á neinu bera.
Leiklistin var henni allt enda
sagði hún við mig, þegar ég
kvaddi hana síðast á sjúkirahús-
inu „Ég hlýt að fá að leika í
næsta lífi“, svo brosti hún og
sagði „ég er alveg ásátt með að
hverfa héðan, ég hef átt indælt
lif, ég er séú við alla og allir
hafa verið mér svo ekistaklega
góðir.“
Ég dáðist að Helgu, sálar-
þreki hennair, góðmennsku og ró.
Hún var sannkölluð hetja, mik'll
persónuleiki, sem var lærdóms-
ríkt og mannbætandi að kynn-
ast.
Með þessum fáu orðum vildi
ég þakka Helgu Valtýsdóttur
þann merka skerf, sem hún
hefuir laigt af mörk-um til ís-
lenzkrar leiklistar. Eftir hana
er mikið skarð og vandfyllt í
fiokki okkar fámenna leikara-
hóps við Þjóðleikhúsið. Einnig
þakka ég hin pensónulegu kynni,
sem mér eru dýrmœt og ógleym-
anleg. Ættingjum hennar og ást-
vinum flyt ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Útför hennar fer fram frá Dóm
kirkjunni á morgun.
Guðl. Rósinkranz.
Kveðja frá Félagi íslenzkra leik-
ara.
ÞAÐ eru óefað margir, sem
sakna Helgu Valtýsdóttur af heil
um hug. Ekki einvörðungu ætt-
ingjar hennar, starfsfélagar og
vinir, heldur og allir þeir fjöl-
mörgu aðdáendur hennar, sem
kynntust henni af fjölunum og
gegnum útvarp. En sem leikkona
og upplesari og þá ekki sízt fyr-
ir barnatíma sína, var Helga fá-
dæma vinsæl.
Leikkonan Helga Valtýsdóttir
var frábærum hæfileikum gædd.
Aldrei brást pað, að henni tókst.
að blása leikpersónum sínum sér
stæðu lífi í brjóst. Persónur þær,
sem hún skapaði voru allar raun-
verulegar, og finnst manni, að
þær lifi ennþá, þótt langt sé um
liðið, að hún lék sumar þeirra,
og svo ólíkar voru þær hver
annarri, að næsta ótrúlegt er.
að sama leikkona hafi verið
þar að verki. Helgu var það líka
ljóst, að til þess að ná góðum
árangri á leiksviði, varð að
vinna og það gerði hún. Starfs-
fél&gar hennar minnast þess ekki
ósjaldan, hvílíka alúð og vand-
virkni hún lagði í starf sitt, enda
varð árangurinn eftir því. Henn-
ar verður minnzt af þeim, sem
og öðrum aðdáendum hennar,
sem þeirrar leikkonu frá síð-
ari árum, er fjölhæfust var og
hafði fært leiklistinni marga
sigra og var þess albúin að
vinna þá fleiri. — Þeim mun
meiri er söknuður okkar nú.
En Helga Valtýsdóttir hafði
líka fleira til að þera, en að
vera afburða leikkona og vin-
sæl meðal aðdáenda sinna. Hún
hafði persónuleika, sem engum
gleymist, er hefur haft nánari
kynni af. Helga var ekki fram-
hleypin, hún var lítillát, hlé-
dræg og allt að því feimin í einka
lífi. Á hinn bóginn geislaði frá
henni svo mikil hlýja og mann-
kærleikur, viljaþrek og kjarkur,
að öllum, sem í návist hennar
voru, duldist ekki, að þar bjó
að baki mikil persóna. Ekki lét
hún heldur hinn hræðilega sjúk-
dóm sinn hafa áhrif á starfs-
þrek sitt og framkomu, og aldrei
gaf hún neinum færi á að særa
stolt sitt með meðaumkvun. Hún
var stolt, fögur, blíðlynd og
hjartahrein, enda var henni gott
til vina. Þau sterku andlegu bönd,
sem hún tengdist sumum af vin-
um sínum, að ógleymdu því fagra
sambandi, er hún hafði við syst-
ur sína, Huldu, vakti aðdáun
allra. — Mörgum mun þykja
þeir hafi misst meira en vin og
starfsfélaga.
Helga er tekin snemma frá
okkur og það syrgjum við öll
heilshugar, en samt er arfur sá,
sem hún lætur starfsfélögum sín
um eftir svo mikill, að skylt er
að geta hans. — Auk þeirra stór-
brotnu persóna, sem hún skáp-
aði á leiksviði, hefur hún sýnt
okkur, að starf okkar verður
bezt unnið og mestum árangri
náð með einlægni, án hroka, með
gleði, án öfundar, með elju, án
sérhlífni. Hún kenndi okkur, að
við megum aldrei þreytast á eða
gefast upp við að finna hina
réttu leið. Og í lífinu sýndi hún
okkur, að hrein lund, skilningur,
hjálpfýsi og öfgalaus framganga
eru okkar beztu vinir.
Við þökkum öll Helgu vin-
áttuna og samstarfið þann tíma,
sem hún dvaldist með okkur —
og ástvinum hennar færum við
hjartanlegustu samúðarkveðjur.
Gísli Alfreðsson.
Á ÁRUNUM 1949 og þar um
kring bjó frú Helga Valtýsdóttir
og fjölskylda hennar rétt and-
spænis kórgafli Laugarneskirkj-
unnar. Þá voru drengirnir henn-
ar að byrja að vaxa og einnig
man ég eftir að minnsta kosti
einni lítilli telpu með svo ljós-
gult hár, að það minnti á dansk-
an kornakur á hausti.
Á þessum árum teiknaði Helga
stundum í Morgunblaðið svip-
myndir úr daglegu lífi borgar-
innar. Einn daginn blasti við
mér í blaðinu, alveg óvænt, teikn
uð mynd af Laugarneskirkjunni
eins og hún var séð úr eldhús-
glugganum hennar, — og úr
öllum áttum komu barnahópar
hlaupandi á litlum fótum og
stefndu til kirkjunnar — og
undir myndinni stóð aðeins þessi
litla setning: „Sunnudagsmorg-
un við Laugarneskirkju11. Ég
verð frú Helgu heitinni alla ævi
þakklátur fyrir þá látlausu, tal
andi mynd.
Og svo minnist ég sumardags,
þegar Stefán, sonur þeirra hjón-
anna var skírður — það var
gjört úti í garðinum við for-
eldrahúsin hennar við Laufás-
veginn. Eina skírnin úti í skauti
náttúrunnar „í skjóli grænna
greina“, sem ég hefi framkvæmt.
Ljósin á kertunum bærðust
varla — svo fagur og hlýr var
þessi dagur — og úr augum
Helgu þá, skein sú hamingjunn-
ar birta, sem samsvaraði bæði
hátíðleika og fegurð þessa dags.
Og loks minnist ég hennar
sem „Mutter Courage" á fjölum
Þjóðleikhússins, þar sem hún
',dró vagninn fjórhjólaða, ásamt
(Btarfsfólki sínu yfir vígvelli, hæð
ir og ása til að selja herjunum
varning sinn. Æðrulaus, styrk og
hress dró hún vagninn og lét
hvorki skotdrunufr, mýrar né
hæðir aftra sér.
Þar sé ég hennar eigið líf, að
áfram dró hún vagn ævi sinnar
hnarreist, styrk og æðrulaus —
hverju sem viðraði — á leið-
arenda. Vér þurfum ekki til forn
sagnanna til að finna hetjur.
Garðar Svavarsson.
OKKUR, sem útskrifuðumst
stúdentar frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1943, hefur sennilega
öllum fundizt 26 ára stúdentarn-
ir roskið fólk. Nú þegar við
stöndum sjálf á þessum tímamót
um, erum við reyndar öll orðin
ung, jafnvel yngri en þá. Helga
Valtýsdójrtir var ung, falleg og
óvenju þrótWmikil, en umfram
allt var hún góð. Þannig fáum
við að minnast drenglyndis fé-
laga með gleði og þakklæti. —
Sjálf var hún svo ótrúlega æðru.
laus, að mikið mátti af læra. Því
er það skylda okkar að minnast
þess góða, sem var, þótt stund-
um sé erfitt að sætta sig við það,
sem er, eins og nú þegar fyrsta
skarðið er höggvið í hóp okkar
innanskólastúdentanna. Auðvit-
að vorum við hreykin af lista-
konunni, en okkur þótti vænt
um Helgu sjálfa, og þannig hlaut
það >að vera.
Helga, við bekkjarsystkinin
biðjum þér allrar blessunar og
þökkum þér fyrir allt.
Stefanía Guðnadóttir.
Helga Valtýsdóttir.
Hugur hennar var fullur af
ævintýri og þjóðsögu
Á KVEÐJUSTUND koma tvær
myndir af Helgu Valtýsdóttur
upp í hugann. Lítil stúlka geng-
ur yfir Hljómskálagarðinn með
bækur undir hendinni. Það er
vor í loftinu og í augum hennar,
yndislegt vor með faðminn full-
an af fyrirheitum til æskunnar,
sem er að leggja út í lífið. Þessi
unga stúlka er brúneygð og dökk
hærð, fríð sýnum, frjálsleg en
íhugul. Hún er að hefja undir-
búning að inntökuprófi í Mennta
skólann í Reykjavík. Leið henn-
ar þennan vordag liggur upp á
Stúdentagarð. Það hefur komið
í minn hlut að vera henni til
nokkurrar aðstoðar við undir-
búning prófsins. Það er gaman
að kenna þessari vel gefnu og
hugþekku stúlku. Augu hennar
leiftra af skilningi og lífsfögn-
uði. Hugur hennar er fullur af
ævintýri og þjóðsögu. Hugmynd
aflugið er á stöðugu kviki. En
bak við það liggur styrkur og
festa, ákveðinn vilji til þess að
gera skyldu sína og ná settu
marki.
Þannig var Helga Valtýsdótt-
ir vorið sem hún gekk inn í
menntaskóla. Árin líða. Helga
Valtýsdóttir lýkur stúdentsprófi,
stundar listnám, gerist listmálari
og þjóðþekktur leikari. Þrátt
fyrir sífelldar annir á stóru heim
ili er eins og hún hafi tíma til
alls. Mitt í leikstarfi sínu teikn-
ar hún í Morgunblaðið, sér um
barnatíma í útvarpi með Huldu
systur sinni, tekur þátt í félags-
lífi og sinnir fjölþættum öðrum
störfum.
Heimili Kristínar Jónsdóttur
og Valtýs Stefánssonar var mik-
ið menningarheimili. Þar runnu
saman straumar þjóðlegrar ís-
lenzkrar menningar og evrópskr
ar listar. Á slíkum veðramótum
var ungu fólki hollt upp að alast.
Þar var frændum og vinum einn
ig gott að koma. Margt lista-
manna lagði þangað leið sína.
Kynnin við þetta fagra heimili
verða ógleymanleg öllum þeim,
sem þeirra nutu. En efst í hugan
um verður minningin um fólkið,
sem þar bjó, Kristínu og Valtý,
Helgu og Huldu — og Ellu
gömlu, sem yfir öllu vildi vaka
af einstæðri tryggð og trú-
mennsku.
Helga Valtýsdóttir lauk miklu
dagsverki á sorglega stuttri ævi.
Hún varð kornung þroskuð lista
kona, leikari, sem bjó yfir djúp-
um skilningi á mannlegum til-
finningum og frábærum hæfi-
leikum til þess að túlka þær.
Hún var alltaf að vaxa í list
sinni, gerði strangar kröfur til
sjálfrar sín og áleit engan sigur
auðunnin fyrirfram.
Síðari myndin, sem kemur upp
í hugann, þegar Helga Valtýs-
dóttir er kvödd hinztu kveðju,
er frá sjúkrastofunni hennar fyr
ir örfáum vikum. Fámennur vina
hópur situr í kringum hana. Hún
er sjálf hress og glaðleg, allt
að því yfirnáttúrulega andlega
sterk. Hún brosir að skilnaði
ungu brosi með dauðann í hjart-
anu.
★
Fleira er naumast hægt að
segja á viðkvæmri kveðjustund.
Eftir er aðeins að þakka þess-
ari sérstæðu og merku listakonu
líf hennar og starf, tryggð og
vináttu. Morgunblaðsmenn minn
ast fjölþættrar samvinnu við
hana allt frá bernzkuárum henn-
ar í föðurgarði.
Við Ólöf vottum börnum henn
ar og ástvinum öllum einlæga
samúð í sorg þeirra.
Far þú svo vel, kæra frænka.
Sigurður Bjarnason
frá Vigur.