Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. TOGARA ÚTGERÐ Détur Benediktsson skýrði 1 frá því á Alþingi í fyrra- dag að nú lægju fyrir frumteikningar að stórum skuttogara og frumdrættir að öðrum smærri. í yfirlýsingu þeirri um atvinnumál, sem ríkisstjórnin gaf í sambandi við lausn verkfallanna er m.a. tekið fram, að hraðað verði athugunum á byggingu ný- tízku togara. Ennfremur er því lýst yfir að kannað verði hvaða ráðstafanir hægt sé að gera til þess að togarar landi sem mestu af afla sínum innanlands á þeim árstíma, þegar mestur skortur er á hráefni í fiskvinnslustöðvun- um og hvort hægt verði að tryggja rekstur þeirra togara, sem nú stunda ekki veiðar. Allt þetta bendir tvímæla- laust til þess að vaxandi áhuga gæti á því að efla tog- araútgerðina á ný. Raunar hefur rekstur togaranna gengið betur að undanförnu en áður, þeir hafa aflað betur og verið fiskvinnslustöðvun- um í landi ómetanleg stoð. Á þessu stigi málsins skal engu um það spáð, hvort nýtt blómatímabil í togaráútgerð er framundan. Á árum mik- illar velgengni í síldveiðum heyrðust raddir um það, að togararnir væru orðnir úr- eltir og engin ástæða til að sinna útgerð þeirra lengur. Eldri og reyndari menn vör- uðu hins vegar við slíkum hugsunarhætti og vissulega stöndum við nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að engin grein sjávarútvegsins er óháð þeim sveiflum, sem einkenna útveginn og m.a. hefur vald- ið miklum samdrætti í tog- araútgerð. Þess vegna bend- ir reynsla síðustu ára ótví- rætt til þess, að við eigum að leggja áherzlu á að efla tog- araútgerð á ný frá íslandi. Það er svo annað mál og erfiðara úrlausnar með hverj um hætti það verður bezt gert. Flestir togaranna eru gamlir og vafalaust eru ný skip mun hagkvæmari í rekstri. Þá hlýtur einnig að koma til athugunar, hvort nauðsynlegt er að hafa svo mikinn mannafla á togurun- um miðað við nýjustu tækni í gerð slíkra skipa og loks er sú vandasama spurning, hvort unnt er að ná samstöðu um að veita togurunum ein- hvern rétt til veiða á þeirra fyrri miðum. Alla vega er ljóst, að tölu- verð hreyfing er að komast á málefni. togaranna. Þáttur þeirra í íslenzkri atvinnu- sögu þessarar aldar er bæði stór og merkur og' þess vegna er gleðilegt, ef nú eru í vænd- um nýir tímar fyrir togara- útgerð á íslandi. HELGA OG LÁRUS lVrú er skammt stórra högga á milli. Þjóðleikhúsið hef- ur orðið að sjá á bak tveimur afburðaleikurum, sem stóðu þar í fremstu fylkingu, Helgu Valtýsdóttur og Lárusi Páls- syni. Þarf ekki að fara í graf- götur um hvílíkt áfall það er fyrir leiklistina í landinu að missa svo ágætt listafólk í blóma lífsins, þegar mörg verkefni bíða óleyst og mikils er af þeim vænzt sem standa á hátindi listar sinnar. Bæði höfðu þau Helga og Lárus unnið marga og ógleymanlega leiksigra og má óhikað fullyrða að fáum ís- lenzkum leikurum hafi auðn- azt á þeirra aldri að auðga listgrein sína svo mjög sem raun ber vitni. Og hvers hefði þá ekki mátt af þeim vænta. En þau voru ekki einungis leikarar, heldur minnisstæð- ir persónuleikar sem höfðu djúp áhrif á þá sem þeim kynntust — og umfram allt manneskjur sem gott var að blanda geði við. Þrátt fyr- ir allt, þrátt fyrir hversdags- legt karp og ýmsa agnúa sem fylgja lífi okkar, rís listin hæst þar sem viðmót sannrar manneskju á dýpstar rætur. Það var því engin tilviljun að Helga Valtýsdóttir og Lárus Pálsson náðu lengra á lista- braut sinni en margir aðrir. Helga Valtýsdóttir segir í minningaþætti um Davíð Stefánsson, sem var mikill vinur foreldra hennar og næmri tilfinningu hennar og skynjun í senn ærið umhugs- unarefni og þroskandi hvatn- ing: „Ég vissi ekki fyrr en ég frétti lát hans, hve sterkum böndum ég hafði tengt hann mér, og þegar hann hvarf, slitnaði þráður úr minni ævi“. Nú hefur enn slitnað þráð- ur. En Morgunblaðið óskar þess að ungum og efnilegum leikurum okkar takist að halda merki Helgu Valtýs- dóttur og Lárusar Pálssonar hátt á lofti. Þá þurfum við engu að kvíða um framtíð þessarar áhrifaríku og mótandi list- greinar. Verkamenn í Varsjá mótmæla mótmælaaSgerðum stúdenta Gomulka í erfiðleikum PÓLSKA stjórnin hefur grip ið til þess ráðs að kenna „zí- onistum" um mótmælaaðgerð ir þær, sem stúdentar hafa efnt til að undanförnu í Var- sjá og öðrum helztu borgum Póllands til að leggja áherzlu á kröfur sínar um frjálslynd ar umbætur. Stjórnin hefur bersýnilega ákveðið að berja niður allan mótþróa með harðri hendi og taka ekki kröfur stúdentanna til greina. En ráðherrarnir virðast ekki á einu máli um, hvernig bregð ast skuli við óánægju stúdent anna, og margt bendir til þess að völd Wladyslaw Gomulka, leiðtoga kommúnistaflokksins, séu í hættu vegna þess að hinum herskáu í flokknum finnst hann ekki hafa tekið nógu hart á stúdentunum. Stjórnin hefur svipt þrjá háttsetta embættismenn störf um, en þeir höfðu sætt hörð um árásum í blöðum vegna þess að sagt var að börn þeirra hefðu verið í hópi þeirra, sem stjórnuðu mót- mælahreyfingunni. Talið er, að þessir þrír embættismenn hafi allir verið Gyðingar. — Síðan hefur verið búizt við fleiri hreinsunum í háskólan- um, stjórninni og flokknum, og gefið hefur verið í skyn í blöðum að það verði ekki að eins Gyðingar, sem verði þess um hreinsunum að bráð. Einn ig verði látið til skarar skríða gegn frjálslyndum mennta- mönnum, sem hafa barizt gegn síauknum tilraunum flokksins til að afmá leifar þeirra frjálslyndu umbóta, sem fengið var framgengt í október 1956. Fráhvarf Gomulka frá hinni tiltölulega frjálslyndu stefnu, er hann fylgdi í upphafi, varð til þess að 34 rithöfundar, sem ekki eru félagar í kommún- istaflokknum, sendu Jozef Cyr ankiewicz forsætisráðherra bréf árið 1964, þar sem þess var farið á leit að menning- arlegt frelsi yrði aukið og slakað yrði á ritskoðun. Ári síðar voru tveir ungir aðstoð arkennarar við Varsjárhá- skóla, Jacek Kuron og Karol Modzelewski, dæmdir í 3ja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingi, þar sem gagnrýnt var að lýðræði væri af skorn- um skammti í kommúnista- flokknum. Á afmæli valda- töku Gomulka 1966 samdi hinn kunni heimspekingur Leszek Kolawski grein, þar sem hann rakti hvernig draumur hinnar frjálslyndu stjórnmálahreyfingar október daganna hefðu farið út um þúfur. Hann var sviptur störf um og í mótmælaskyni skilaði hann flokksskírteini sínu. — Seinna var Kolakowski aft- ur skipaður í sitt fyrra em- bætti, en fyrir nokkrum dög,- um var hann sviptur þessu em bætti að nýju. Gomulka Háð Rússa I júní í fyrra, þegar Arab- ar og ísraelsmenn háðu sex daga stríðið, hóf Gomulka her ferð gegn „zionistum" til þess að treysta stjórn sína í sessi og vegna þess að greini- lega kom í ljós að mikill fjöldi Pólverja hafði samúð með ísraelsmönnum enda þótt stjórnin fylgdi Aröbum að málum í deilu þeirra við ísraelsmenn. Hann varaði Pól verja við því að láta nota sig sem „fimmtu herdeild11 málstað zíonista til framdrátt ar. Herferðin gegn „zíonistum" bar vott um síaukinn óróa stjórnarinnar, og kom þessi órói enn betur í ljós í janúar þegar hún bannaði sýningar á hinu klassiska leikriti — „Dziady" (Forfeðurnir) eft- ir 19. aldar skáldið Adam Mickiewicz, sem réðist á Rúss landskeisara í þessu leikriti sínu. Sýningar á leikritinu voru bannaðar vegna þess að áhorfendur fögnuðu ákaft ýmsum tilsvörum eins og — „Það eina, sem þeir senda okkur frá Moskvu eru fá- ráðlingar, bjánar og njósn- arar“ og „Við Pólverjar höf- um selt sál okkar Moskvu fyr ir fáeinar silfurrúblur“. Snemma í þessum mánuði hófst herferðin gegn „zíonist- um“ fyrir alvöru þegar mót- mælaaðgerðir stúdenta tóku að færast í aukana. Stjórnin reyndi að gera greinarmun á andstöðu við zíonista og Gyð inga og kvaðst ekkert eiga sökótt við þá síðarnefndu, en flestum var ljóst að hér var verið að reyna að ala á Gyð- ingahatri, sem stendur á gömlum merg í Póllandi, og auk þess sáu f æstir nokk- urn mun þar á. Fæstir höfðu ástæðu til að ætla að Gomulka væri ekki sammála herferðinni gegn zíonistum. En 19. marz hélt hann ræðu þar sem hann reyndi að draga í land og sagði að „það væri misskiln- ingur ef einhverjir héldu að sósíalisma í Póllandi stafaði hætta frá zíonisma". Hann sagði, að „áður en ákærur væru birtar opinberlega gegn einhverjum yrði fyrst að leita samþykkis viðkomandi flokks stofnana". Og hann lýsti því yfir, að „flestir" pólskir Gyð- ingar teldu „Pólland eina föðurland sitt . . . Margir þeirra gegna mikilvægum em bættum í flokknum og ríkis stjórninni", sagði hann. Kom að óvörum. Ræðan, sem haldin var á fundi með 3000 flokksmeðlim um frá Varsjársvæðinu, kom mjög á óvart og fundarmönn- um féll greinilega ekki vel i geð sú hófsemi, sem þar Kom fram. Flestir viðstaddra létu óánægju sína í ljós með því að syngja í kór nafn Ed- ward Giereks, leiðtoga komm únistaflokksins í Slésíu. — Einni viku áður hafði Gierek haldið ræðu, þar sem hann veittist hart að zíonistum. Einfaldasta skýringin á ræðu Gomulka er sú, að hon um hafi fundizt að herferð- in væri farin út í öfgar, en hún virtist hafa fallið í góð- an jarðveg hjá almenningi. Margt bendir líka til þess, að herferðin standi í sambandi við valdabaráttu í flokknum. Fréttir af þessari valdabar- áttu eru af skornum skammti, en Gomulka kann að hafa komizt að þeirri niðurstöðu að herferðin mundi tæplega treysta sig í sessi. Hvað svo sem fyrir honum vakti, þá er það víst að Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.