Morgunblaðið - 31.03.1968, Page 19

Morgunblaðið - 31.03.1968, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1968 19 Loksins íú þau að eigast Sonja Haraldsen: Hreinskilin, elskuleg og hóg- vær, segja vinir hennar Haraldur ríkisarfi: Fyrsti prins- inn í 600 ár9 sem fæddist í Noregi Vinir hennar bera henni vel söguna. „Hreinskilin, elskuleg, róleg, örugg. Glæsileg í framkomu. Glað leg og indæl. Vinnusöm og skyldu unglega tign ól í dag, hinn 21. etaestaetaetaetaetaeta febrúar, kl. 12,45 rétt skapaðan son. Fæðingin gekk vel. Bæði móður og barni heilsast vel. Skaugum 21. febrúar 1937. Hákon konungur hafði hringt is með skipinu „American Leg- ion“. Þegar Haraldur kom heim aft- ur að stríði loknu fékk hann að eiga heilbrigða og skemmtilega bernsku í nánum tengslum við náttúruna. Hann stundaði skóla SONJA HARALDSEN fæddist 4. júlí 1937 í Osló. Hún er að- eins fáeinum mánuðum yngri en mannsefni hennar. Faðir hennar var Karl A. Haraldsen, kaup- maður, sem rak kvenfataverzlun og móðir hennar heitir Dagny. Faðir hennar stofnsetti kven- fataverzlunina 1927 og rak verzl unina til dauðadags 1959, að son ur hans tók við. Sá er giftur danskri konu og á þrjú börn. Auk þess á Sonja eina systur, sem gift er norskum útgerðar- manni. Sonja Haraldsen tók gagn- fræðapróf árið 1954 og að því Sonja er norsk blöð segja fékk hún prýðilegan vitnisburð. Haustið 1954 hóf hún nám í snið- og saumadeild Hannyrðaskólans í Osló og síðan við skóla í Sviss. Árið 1957 lauk hún svo verzl- unarprófi og byrjaði að vinna hjá föður sínum sem afgreiðslu- stúlka. Árið 1958 dvaldi hún í Cambridge og eftir heimkom- una hélt hún áfram starfi í verzl un föðurins, en hafði nú hækk- að nokkuð í tign, var höfð með í ráðum, er innkaup voru skipu lögð svo og sýningar á varningi verzlunarinnar. 1960 hóf hún menntaskólanám og lauk stúdentsprófi ári eftir með ensku sem aðalfag. Eftir því sem norsku blöðin segjavar hún fyrirmyndarnemandi, blátt áfram, samvizkusöm, hlédræg og hógvær. Hún nefndi aldrei einu orði samband sitt við konungs- fjölskylduna sem þá var að byrja að kvisast út. Tveimur árum síðar tók hún prófi frá húsmæðraskóla og einn ig þar þótt hún vel látin og vera hinn prýðilegasti félagi. Vorið 1965 tók hún forpróf í ensku við háskólann í Osló og vorið eftir sams konar próf í frönsku. Hún talar bæði tungu- málin reiprennandi. Frá því ár- ið 1966 hefur hún lagt stund á listsögu, en nú er óvíst, hvort hún lýkur henni. Hún hitti krónprinsinn í fyrsta skipti árið 1959 í samkvæmi og sama ár var hún borðdama hans, er hann útskrifaðist úr liðsfor- ingjaskólanum. Seinna hafa þau hitzt að staðaldri og þekkzt mæta vel í rösk átta ár, eins og al- þjóð hefur fylgzt nokkuð með. Þau hafa átt fundi heima hjá vinum og félögum, heima hjá systkinum Sonju. Þau hafa farið saman í skíðaferðir og siglingar í skerjagarðinum, því að Sonja hefur ekki minni áhuga á íþrótt- um og útiveru en unnusti henn hennar. Sonja Haraldsen er dökkhærð brúneygð með einkar fallega húð og mjallahvítar tennur. Hún er hávaxin og glæsileg og býður af sér góðan þokka. Hún klæðir sig smekklega og látlaust og er hóflega snyrt. Myndin er tekin á dögunum, er hjónaefnin komu fram á svalir konungshallarinnar, trúlofun þeirra var tilkynnt. eftir rækin, hóvær og blíðlynd." All- ir sem þekkja hana fara lof- samlegum orðum um hana. En- inn vafi er á því, að norska þjóðin öll fagnar vali ríkisarf- ans og fagnar því ekki síður, að hann hefur loks fengið sam- þykkt til að ganga að eiga stúlk- una, sem hann hefur haft auga stað á í meira en átta ár. Árið 1370 ól hin sautján ára gamla drottning Noregs, Mar- grét, son sem í skírn hlaut nafn- ið Ólafur. Síðan liðu nær 600 ár, unz aftur fæddist prins í Noregi. til forsætisráðherrans og tilkynnt honum um hinn gleðilega at- burð. Litlu prinsessurnar tvær voru í skíðaferð, þegar þeim var sagt að þær hefðu eignazt bróð- ur. Alls staðar í Noregi voru fánar dregnir að hún, er fréttin barst út, og mikill og almennur fögnuður ríkti hvarvetna. og iðkaði íþróttir, einkum skíða- göngur. Eftir nám í gagnfræða- skóla tók við menntaskóli. Hann var fermdur í maí 1953 og tveim ur árum síðar tók hann stú- dentspróf og ferðaðist með glöð- um hópi félaga til Kaupmanna- hafnar eins og venja stúdenta hafði löngum verið. Haraldur ríkisarfi í cowboy-fötum, sem hann fékk í Sonja Haraldsen 3 ára gömul. * Bandaríkj advölinni á striðsárunum. Prinsinn var skírður hinn 31. marz og Maud drottning var guðmóðir. Fyrstu tvö árin bjó hann með foreldrum sínum á Skaugum. Aðeins tveggja ára gamall fékk hann fyrstu skíðin að gjöf. Þegar hann kom í fyrsta sinn fram á svalir konungshall- arinnar — það var árið 1938 — voru foreldrar hans í Bandaríkj unum. Engan grunaði þá, að kon ungsfjölskyldan mundi neyðast til að flýja land aðeins tveimur árum síðar. Krónprinsessan dvaldi ásamt börnum sínum í Svíþjóð unz þau lögðu upp til Bandaríkjanna. Lagt var af stað frá Petsamo þann 17. ágúst á- samt öðrum bandarískum ríkis- borgurum, sem ætluðu heimleið- Eftir herþjónustu gekk hann í liðsíoringjaskóla. Frá því í júní 1957 var hann liðsforingi Við Herskólann. Hinn 27. sept. það ár kom hann í fyrsta skipti á ríkisráðsfund. Á 21. afmælis- degi sínum sór hann eið að stjórn arskránni: „Ég heiti því og sver að aðstoða stjórnina í samræmi við stjórnarskrána og lögin, svo hjálpi mér almáttugur og algóð- ur guð.“ Haraldur krónprins varð oft og iðulega var við þann hlýja hug, sem norska þjóðin ber til hans og konungsfjölskyldunnar. Honum var margháttaður vin- semdarvottur og sómi sýndur bæði heima og erlendis. Framhald á bls. 22 )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.