Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið MARS 2023 Samfélagslöggurnar kíktu í heimsókn í FB á dögunum og spjölluðu við nemendur í hádegishléinu. Samfélag­ slöggurnar sinna svokallaðri samfélagslöggæslu sem er ætlað að færa lögregluna nær samfélaginu og efla tengsl við almenning, ekki síst unga fólkið. Þeir tveir lögregluþjónar sem heimsóttu FB sinna samfélagslöggæslu fyrir íbúa Breiðholts og Kópavogs samhliða almennri löggæslu og halda úti Instagramsíðunni samfelagsloggur. Nemendur FB tóku gestunum afar vel og gátu spurt þau um ýmislegt varðandi störf lögreglunnar og annað sem brann á þeim. Ætlunin er að heimsóknirnar verði að reglulegum viðburði og líklegt er að nemendur FB rekist aftur á samfélagslöggurnar á vordögum. Lögreglan í heimsókn í FB. Samfélagslöggur heimsækja FB Litla líkamsræktarhornið í Félagsstarfinu í Árskógum hefur vakið mikla lukku. Það var tekið í notkun 19. janúar sl. Þar er að finna ýmis tæki til líkamsræktar. Tæki á borð við göngubretti, sethjól, rimla, trissu, teygjur, lóð og dýnur. Nokkuð hafði verið rætt um að koma upp aðstöðu til líkamsræktar á Félagsráðsfundum þar sem fólki gefst fólki kostur á að koma með hugmyndir og ræða starfið. Nú er þessi hugmynd komin í höfn og starfsmaður félagsstarfsins er með fastan viðverutíma á mánudögum kl. 10:30 til að leiðbeina þeim sem það vilja. Að öðru leiti er líkamsræktarhornið opið á opnunartíma félagsstarfsins. Breiðholtsblaðinu hafa borist nokkrar myndir frá litla líkamsræktarhorninu sem sýna ánægju með starfsemina. Hópur við tækin í litla líkamræktarhorninu. Mikil ánægja með litla líkamsræktarhornið Árskógar Litla líkamsræktarhornið opnað við mikinn fögnuð.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.