Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 4
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi,
formaður velferðarráðs Reykjavíkur og
formaður Sambands íslenska sveitarfélaga
spjallar við Breiðholtsblaðið að þessu sinni.
Heiða Björg er fædd og uppalin á Akureyri með ættir að
Skipalóni í Hörgárdal þar sem hún dvaldi oft á sumrum
sem barn og unglingur og fékkst við hefðbundin sveitastörf.
Heiða flutti eftir framhaldsskólanám við Verkmenntaskóla
Akureyrar til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan að
nokkrum árum undanskildum þegar hún bjó og stundaði
nám í Gautaborg í Svíþjóð. Heiða Björg hefur verið virk í
félagsmál um lengri tíma og einkum látið borgarþróun og
velferðarmál til sín taka á vegum Reykjavíkurborgar. Talið
barst því fyrst að þeim málum.
Heiða segir tvær ástæðu einkum
vera fyrir því að hún laðaðist að
stjórnmálum. Velferðarmálin hafi
verið önnur þeirra. Hún segir að við
eigum að líta á okkur sem samfélag
sem á að taka sameiginlega ábyrgð
á okkur öllum. Einstaklingshyggja
sé áberandi í samfélaginu en
nauðsynlegt að fólk finni að það sé
ekki eitt á báti einkum þegar eitthvað
bjáti á. Heiða er búin að vera
formaður velferðarráðs í næstum
fimm ár. Hún segir að búið sé að
gera margt á þeim tíma sem hún
er ánægð með en stundum gangi
málin ekki nægilega hratt fyrir sig og
viðhorfin mættu vera jákvæðari.
Kovid færði okkur ný
verkefni
Finnst Heiðu velferðarmálin
mæða meira á nú en áður. Hún
kveður svo vera. “Ég held að kovid
tíminn hafi fært okkur mörg verkefni
á sviði velferðarmála sem við eigum
jafnvel eftir að átta okkur betur á.
Fleira fólk upplifir einhvers konar
einmanaleika og meiri andlega
vanlíðan en áður. Svo er verðbólga
í þjóðfélaginu. Allt verðlag er að
hækka. Fólki er að fjölga sem á
erfitt með að ná endum saman.
Fleiri verða heimilislausir.” Heiða
segir að ásókn í velferðarþjónustu
Reykjavíkurborgar hafi aukist um
allt að 20% á milli áranna 2021 og
2022. “Við verðum að líta á það bæði
jákvæðum og neikvæðum augum.
Gott er ef fólk þarf á ákveðinni
þjónustu að halda að það leyti til
borgarinnar. Mér finnst mikilvægt
að borgin þessi sameiginlegi sjóður,
þessi sameiginlega eign okkar standi
með fólki þegar eitthvað bjátar á.”
Að leggja áherslu á
samkennd og virðingu
Talið berst að því sem stundum
er rætt um hvort nágranna
sveitarfélögin sæki á Reykjavíkur
borg þegar um þjónustu við fólk
sem á í erfiðleikum er að ræða. Hún
segir það einkum áberandi þegar
um heimilislausa er að ræða. Reykja
víkurborg sé eina sveitar félagið
sem starfræki neyðar húsnæði
fyrir heimilislaust fólk og sé með
ákveðna stefnu í þeim málum.
Hún segir að fyrir fjórum árum
hafi ný aðgerðaáætlun verið sett af
stað sem hafi breytt umræðunni
um þessi mál á Íslandi. Reynt sé
að veita fólki sem hefur ánetjast
vímuefnum þjónustu og leitast við
að draga úr skaða sem það veldur
einstaklingnum, fjölskyldum og
samfélaginu fremur en að reyna að
refsa fólki til þess að hætta að nota
þessi efni. “Velferðarstefnan gengur
út á að leggja áherslu á samkennd
og virðingu fyrir fólki. Þetta er sett
fram sem eins konar yfirstefna fyrir
aðgerðir og við leggjum áherslu á
mikið samráð. Við vonum að það
geti skapað traust því mikilvægt
er að borgarbúar finni að þeir geti
leitað til borgarinnar þegar þeir
þurfa á að halda.”
Nýtt í samfélaginu að ræða
þessa hluti
Talið berst að neyðarskýlunum
og þeir umræðum sem skapast
hafa um þau. Fólk virðist ekki
vilja vita af bústöðum fyrir fólk í
vanda í nágrenni sínu. Er þetta
vanþekking fólks eða bara gamall
hugsunarháttur sem erfitt er að
útrýma. Heiða segir þetta nýtt í
samfélaginu að rætt sé með þessum
hætti um fólk sem er heimilislaust
og með miklar þjónustuþarfar.
Vanþekkingin sé einnig fyrir
hendi. Fólk hafi ekki vanist að
4 Breiðholtsblaðið MARS 2023
V i ð t a l i ð
Eigum að líta á okkur sem sam-
félag sem tekur ábyrgð á öllum
- segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur
Heiða Björg Hilmisdóttir.
Ég er alin upp við
það viðhorf að
enginn sé
merkilegri en
annar og allir
jafnir. Þetta var
mjög sterkt í mínu
uppeldi og hefur
ekkert breyst.
Ég el börnin mín
upp með þessu
sjónarmiði.