Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 10
10 Breiðholtsblaðið MARS 2023 Netverslun: systrasamlagid.is Pálmasunnu dag ur er stór dagur í sögu Fella og Hólakirkju. Fyrsta skóflustungan að kirkjunni var tekin á pálmasunnudag 1982 fyrir fjórum áratugum. Kirkjan var byggð í áföngum en var formlega vígð á pálmasunnudag 1988. Í fyrstu var gert ráð fyrir tveimur kirkju sóknum í Efra- Breiðholti. Fella sókn yrði önnur þeirra en hin yrði í Hóla hverfinu. Einnig voru áform um að byggja tvær kirkjur. Eina í Fella hverfi en aðra fyrir Hóla hverfið. Framsýnir menn með sr. Hrein Hjartarson og Árna Gunnarsson í farar broddi komu því til leiðar að sameina sóknirnar í einni kirkju sem var einsdæmi hér á landi að tvær stórar sóknir sameinuðust um eina kirkju. Sóknin fékk nafnið Fella- og Hólasókn taldi í fyrstu um 10.000 manns. Þessar tveggja viðburða verður minnst á veglegan hátt á Pálma­ s unnudag sem er 2. apríl næst komandi. Efnt verður til viðamikilla tónleika en kór kirkjunnar hefur oft flutt stór og vandmeðfarin verk­ efni. Má þar nefna Stabat Mater sem verið hefur sérstakt verkefni kórsins á föstudaginn langa og borið helgihald þess dags uppi. Á Pálma­ sunnudagskvöld klukkan átta mun kórinn ráðast í það stóra verk efni að flytja Gloriu Vivaldis. Antonio Vivaldi fæddist í Feneyjum 1678. Hann var einn frægasti tónlistar maður barokktímabilsins. Hann lærði á fiðlu hjá föður sínum, sem var fiðluleikari í Markúsarkirkjunni í Feneyjum. Hann lærði til prests og tók vígslu en gat ekki sungið við messur vegna veikinda. Vivaldi gerðist tónlistar­ kennari við munaðarleysingjahæli stúlkna. Munaðarleysingjahælið naut mikil lar virðingar fyr ir metnaðarfulla söng­ og hljóðfæra­ kennslu. Sem tónlistarkennari reis Vivaldi upp sem áhrifamesti og afkastamesti tónlistarmaður síns tíma. Þar kom hann á fót telpna­ hljómsveit og telpnakór og lét þær syngja lög, sviðsetja óperur og dansa listdans. Vivaldi samdi um 40 óperur en aðeins hafa varðveist hlutar úr átján þeirra. Nú á síðari árum hefur verið unnið að því að endurreisa verk hans og þá helst konserta hans og óperur. Nú tekur kór Fella­ og Hóla­ kirkju þátt í þeirri upp vakningu með því að flytja Gloriu. Um verður að ræða menningarveislu í Breiðholti. Gloria er langstærsta verk sem kórinn hefur ráðist í að flytja. Verkið er kaflaskipti og létt. ”Það verður engin friður í kirkjunni,” segir Arnhildur Valgarðsdóttir kórstjóri sem miklar ekki fyrir sér að takast á við þessa áskorun þegar hverfis­ kirkjan fagnar stórum stundum í sögu sinni. En aftur að sögunni. Séra Hreinn Hjartarson var fyrsti prestur hins nýja Fellasafnaðar. Starfsaðstaðan var að vonum frumstæð en með sameinuðum krafti og dugnaði var hafist handa að byggja upp starfs­ aðstöðu og skipuleggja safnaðar­ starfið. Fyrst var messað í Fellaskóla við fremur erfiðar aðstæður en hlýhugur skólastjórnenda og velvilji þeirra auðvelduðu það starf. Síðar var helgihaldinu fundinn staður í Gerðubergi. Vorið 1987 var form lega stofnað nýtt prestakall og söfnuður, Hólabrekkusókn. Þá um haustið var kosinn fyrsti sóknar­ prestur hinnar nýju sóknar og hlaut sr. Guðmundur Karl Ágústsson kosningu sem lét af störfum við Fella­ og Hólakirkju á liðnu ári. Ein kirkja Þegar ákveðið var að byggja eina kirkju fyrir bæði hverfin var hafist handa um undirbúning byggingar­ innar. Að lokinni samkeppni um teikningu kirkjunnar var ákveðið að kaupa tillögu arkitektanna Ingimund ar Sveinssonar og Gylfi Guðjóns sonar. Jón Hannesson bygginga meistar i var kosinn formaður bygginganefndar og Haraldur Sumarliðason var ráðinn bygginga meistari. Kirkjan tekur um 350 manns í sæti. Mikið fjölmenni á vígsludegi En aftur að vígsludeginum. Mikið fjölmenni var við athöfnina og voru meðal gesta forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og kirkjumálaráð herra, Jón Sigurðsson. Biskup Íslands, herra Pétur Sigur­ geirsson vígði kirkjuna. Að vígslu­ athöfninni lokinni fór fram fyrsta messu athöfn í hinni nýju kirkju þar sem biskup prédikaði biskup í messunni. Við athöfnina þjónuðu einnig sóknarprestarnir, sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson, djákni kirkjun­ nar Ragnheiður Sverrisdóttir, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og sr. Valgeir Ástráðsson. Að aflokinni vígsluathöfn fór fram fyrsta messa í hinni nývígðu kirkju. Þess má geta í lokin að eftir stórtónleika kórsins verðir boðið til veislu þar sem krásir verða í boði. Menningarveisla á Pálmasunnudagskvöld Fella- og Hólakirkja. Judit sigraði stóru upplestarar­ keppni Breiðholts Judith Stefnisdóttir sigraði Stóru upplestrarkeppni Breiðholts sem haldin var í Fella og Hólakirkju 15. mars. Auk Judithar keppti Eva Lind en varamaður var Katrín Ásta, voru þær allar skólanum sínum til sóma. Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta. Ræktunarhlutinn er sá hluti upplestrarkeppninnar sem mestu máli skiptir. Hann miðast við tímabilið frá degi íslenskrar tungu fram í lok febrúar. Á þessu tímabili er lögð sérstök rækt við vandaðan upplestur og framburð í hverjum bekk. Lögð hefur verið áhersla á að íslensku máli væri jafnan nokkur sómi sýndur við upphaf keppninnar í 7. bekk, og þá gjarnan fengnir verðlaunahafar frá fyrra ári til að lesa upp. Þær vikur í skólunum, sem helgaðar eru vönduðum upplestri, eru alfarið í höndum kennara. Hátíðarhlutinn er það sem kalla mætti hina eiginlegu „keppni“. Hann er í tvennu lagi. Annars vegar er upplestrarhátíð í hverjum skóla í lok febrúar þar sem tveir til þrír nemendur eru valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. Hins vegar er lokahátíð í héraði, sem haldin er í góðum samkomusal í byggðarlaginu í mars. Þar koma saman fulltrúar skólanna í héraðinu, einn, tveir eða þrír úr hverjum skóla, og lesa ljóð og laust mál sem þeir hafa undirbúið vandlega. Hafa ber í huga að „keppnin“ er í raun aðeins formsatriði, nokkurs konar staðfesting á þeim árangri sem náðst hefur í skólastarfinu, og því miklu meir í ætt við uppskeruhátíð. Ekki skiptir máli hver sigrar, heldur það að tekist hafi að virkja nemendur til að vanda upplestur sinn um veturinn. Judith Stefnisdóttir, Eva Lind og Katrín Ásta. Stór dagur í sögu Fella- og Hólakirkju Prestar Fella- og Hólakirkju. Pétur Ragnhildarson og Jón Ómar Gunnarsson fyrir framan kirkjuna. Mynd: Jóhanna Elísa Skúladóttir. Þríeykið hefur staðið fyrir tónlistarveislum í Fella- og Hólakirkju. Þær eru Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, organisti og kórstjóri og söngkonurnar Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Svava Ingólfsdóttir. Þær hafa flutt verkið Stabat Mater Dolorosa á föstudaginn langa í nokkur skipti. Stabat Mater Dolorosa er latneskt trúarljóð og fjallar um tilfinningar Maríu móður Jesú þegar hún situr við fót krossins eftir að sonur hennar var krossfestur. Þær muni flytja verkið á föstudaginn langa 7. apríl nk. veidikortid.is Nýtt veiðitímabil hefst 1. apríl! 00000 Óbreytt verð þrjú ár í röð Nánari upplýsingar á Ertu búin/n að kaupa Veiðikortið?

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.