Breiðholtsblaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 2
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
3. tbl. 30. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
MARS 2023
Löngum urðu nemendur í framhaldsskólum að læra þýsku.
Franska og jafnvel latína voru ekki langt undan í gamla
framhaldsskólakerfinu. Áhersla var lögð á tungumálanám sem
hluta klassískrar menntunnar.
Tímar hafa breyst. Nýjar námsgreinar hafa komið til.
Fjölbreytni hefur aukist. Mun fleiri sækja framhaldsskóla
en áður. Framhaldsskólinn er orðinn hluti nauðsynlegrar
grunnmenntunar.
Ásíðari árum hefur Enska orðið annað tungumál Íslendinga.
Alheimsmál sem víðast er hægt að bjarga sér með. Danska
sem fólk var skikkað til að læra er að gefa eftir. Spænska hefur sótt
á enda sækja margir í sænskumælandi heim.
Nýtt tungumál og okkur nokkuð framandi er farið að sækja
á. Er það Pólska. Fjöldi Pólverja hefur komið og sest að hér
á landi. Margir Pólverjar hafa verið ötulir að læra Íslensku
Nú fjölgar fólki frá Úkraínu hér á landi. Úkraínubúar eiga
margt sameiginlegt með okkur ekkert síður en Pólverjar.
Tungumálin eru skyld.
En er kominn sá tími hvort réttlætanlegt og jafnvel nauð
synlegt er að gefa ungmennum kost á að læra að minnsta
kosti undirstöðu í pólsku.
Pólska
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
eða fáðu lyfin send heim
Pantaðu á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í yfir 60 ár
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið 9-18 virka daga.
Starfsfólk Miðbergs
til Kaupmannahafnar
Miðbergshópurinn sem fór til Kaupmannahafnar.
Frístundamiðstöðin Miðberg skellti sér til
Kaupmannahafnar í frábæra náms- og kynnisferð
23. til 24. febrúar. Stór hluti af stjórnendum og
starfsfólki í fullu starfi í félagsmiðstöðvum og
frístundaheimilum í Breiðholti fóru í ferðina
en allt starfsfólkið fékk styrk frá sínu stéttarfélagi
fyrir ferðinni.
Fimmtudagurinn var ferðadagur og hópeflisdagur
en hópurinn skellti sér meðal annars á skemmtilegan
bocciastað og fóru síðan út að borða saman um
kvöldið. Á föstudeginum skipti hópurinn sér upp og
fór hluti af hópnum fyrir hádegi í heimsókn í mjög
skemmtilegt og framsækið frístundaheimili, á sama tíma
fór hinn helmingurinn að heimsækja Amagerplanet.
Amagerplanet er mjög áhugavert verkefni sem er
unnið meðal annars þvert á skóla, félagsþjónustu,
félagsmiðstöðvar á Amager. Markmið verkefnisins er
meðal annars að útbúa verkefni í þágu hverfisins og
fá aðila úr ólíkum áttum í samstarf. Eftir hádegi fór
hópurinn síðan allur saman í heimsókn í glæsilega
félagsmiðstöð sem bauð uppá starf fyrir börn og
unglinga á aldrinum 9 til 15 ára. Það var gaman að
geta speglað sig við fagfólk sem er að vinna með sama
markhóp og við sjálf og fá hugmyndir og innblástur inní
starfið okkar. Hópurinn endaði síðan heimsóknardaginn
á því að kíkja í höfuðstöðvar LGBT en þau kynntu
meðal annars fyrir okkur félagsmiðstöðvarnar sem
þau hafa stofnað fyrir hinsegin börn og unglinga víðs
vegar um Danmörku. Það var hollt fyrir okkur að fá
innsýn í þeirra starf og heyra hvernig þau vinna með og
nálgast sína markhópa. Ferðin endaði síðan formlega
á sameiginlegum kvöldverði fyrir allan hópinn þar
sem heimsóknir dagsins voru ígrundaðar. Ferðin
var í alla staði mjög vel heppnuð og það er ótrúlega
mikilvægt fyrir fagfólk á vettvangi að fá tækifæri til að
fara í svona ferðir sem ekki bara gefa fólki hugmyndir
og næringu í starfið en líka hjálpa til við að efla
starfsandann enn frekar.
Pósthúsinu í Mjódd verður lokað
Pósturinn mun loka pósthúsinu
í Mjódd innan tíðar. Fleiri póst-
húsum verður lokað, flestum á
landsbyggðinni. Í tilkynningu frá
póstinum segir að í staðinn fyrir
lokun pósthúsanna verði lögð
meiri áherslu á annars konar
þjónustu og er sérstaklega vísað
til póstboxa þar sem einnig verði
hægt að póstleggja pakka.
Í tilkynningunni kemur fram
að stafræn umbreyting kalli á
nýjar nálgarnir og Pósturinn verði
að bregðast við því. Um leið beri
póstinum beinlínis skylda til að
leita hagkvæmra leiða í rekstrinum
og því eru breytingar sem þessar
óhjákvæmi legar, er haft eftir
Þórhi ldi Ó löfu Helgadóttur,
forstjóra Póstsins, í tilkynningunni.
Hún segir að dregið hafi úr
eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu
pósthúsa. Þar af leiðandi þurfi að
leggja upp úr að þróa annars konar
lausnir og þróa þjónustuna í takt við
breyttar þarfir og kröfur neytenda.
Hún bendir á að flest póstboxin séu
aðgengileg allan sólarhringinn og
einföld í notkun.
Pósthúsið í Mjódd.
Netverslun: systrasamlagid.is